Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 17
ÞJÓÐLÍF Nú loga öll vötn sem olía og alstaðar brenna stjörnur í gljúfrum þrengsli jarðar orðin að flýjandi víðáttum og viðnám götunnar sporað kviku lífi Hvarvetna sprettur lifandi fólk fram úr lokuðum öskjum og nú er torgið sem bylgjandi akur breiður af fjöllitum gróðri í ástríðuþrungnum maí hár logandi af sól svart gullið og rautt og sinan hvít eins og bæn um frið og blessun lygnra sólnátta í júní. Því undir glóandi hjálmunum sér í aðsjál augu andlit hvít eins og vax og læst eins og búr lokaðar býkúpur suðandi af gráðugum sveimi svartra hugrenninga í flugnaham sem bíða lævísar færis að fljúga sem drekar um fjölbýli gróðursins, myrkt og sortnandi ský og draga sér gullið hunang af hverri krónu. 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.