Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 18
JÓHANNES ÚR KÖTLUM Um íslenzka ljóðlist Erindi, flutt upphajlega í Hornafirði, síðar í Vestmannaeyjum og loks í ríkisútvarpið 1 Pegar mikið er við haft er stundum talað um þjóðarsál. Enda þótt hugtak það sem á bak við orðið felst liggi ef til vill nokkuð á lausu mun þar átt við andleg sérkenni þjóðar í samanburði við aðrar þjóðir. Eg hygg að það séu engar ýkjur að hafi þetta sem við köllum íslenzka þjóðarsál nokkurstaðar tekið á sig ákveðna meginmynd í þúsund ára sögu okkar, þá sé það í ljóðlist- inni. Nú benda ýmis likindi til að á þessu geti orðið nokkur breyting fyrr en varir, þar sem hver forsendan af annarri fyrir hinni lífseigu ljóðást íslendinga virðist í þann veginn í brottu að falla. Það ætti því að vera mjög tímabært að skyggnast of allar gáttir á þessu sviði einmitt nú — og þá ekki sízt fyrir alþýðu manna í sveitum landsins sem um aldir hefur ekki einungis varðveitt, heldur og iðkað þessa listgrein af undraverðri þrautseigju. En hvað er þá ljóðlist í orðsins dýpstu merkingu? Getum við með nokkru móti gert okkur viðhlítandi grein fyrir eðli hennar og lögmálum? Sá skilningur mun ævinlega hafa verið nokkuð almennur að ljóðlist væri allt það sem kallað hefur verið „bundið mál“. En með því er átt við það að orð tungunnar séu færð til ákveðinna hátta og hrynjandi. íslenzkar bragreglur eru eins og kunnugt er aðallega fólgnar í stuðlasetningu og rími, en að öðru leyti virðast lítil takmörk fyrir tilbrigðum hátta. Allir sannir ljóðunnendur hafa þó jafnan „fundið“, ef ekki „skilið“, að háttbindingin ein er engin fullgilding ljóðlistar. Þegar þeim hefur þótt sem sjálfan skáldskapinn vantaði í samsetninginn hafa þeir kallað hann ýmist rím- stagl, hnoð eða leirburð og lagt meiri fyrirlitningu í þau orð en flest önnur. Eigi að síður hafa íslendingar jafnan verið fastheldnir á bragreglur sínar og 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.