Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ins? Við getum skemmt okkur við að skilgreina töfrana — en verðum við nokkru nær? Sérhvert ljóðskáld hefur sitt eigið tungutak, skapar sér sitt sérstaka tæki úr máli móður sinnar sem það síðan reynir að beita til túlkunar á persónulegri upplifun sinni og innlifun — lífsreynslu sinni. Ljóðlistin, eins og raunar öll list, er sem sé mjög einstaklingsbundin, enda þótt hún jafnframt feli í sér sam- tjáningu heillar þjóðar eða jafnvel mannkynsins alls. Hún er einnig háð stund og stað, enda þótt lífsneistinn sem tendrar hana sé bæði sígildur og algildur. Skáldið er eins og safngler tilverunnar, því víðfeðmara sem það er hreinna og einlægara — hvert ósvikið ljóð kviknar í brennipunkti þessa glers. En glerið er því sérstakara sem það er fullkomnara. Það er hægt að læra þrotlaust af stórskáldum, en bein stæling á verkum þeirra hlýtur að enda með háði og spéi. í fögru ljóði verður upphafning tungunnar algerust. Það felur í sér hið óræða frumstef lífs og dauða, varpar helgi yfir dýpstu rök mannlegra örlaga, bregður ljósi hins liðna yfir það sem koma skal. Og það virðist yfirleitt fljúga því hærra sem svigrúm þess er rneira, hátturinn frjálsari. Raunin hefur ævin- lega orðið sú að hvenær sem einhverjar ytri hömlur hafa sveigt að ljóðlistinni hefur vænghaf hennar jafnharðan minnkað og hún hneigzt til stagls og stöðn- unar. Reynsla okkar íslendinga sjálfra er óljúgfróðust í þessu efni. Og enda þótt hér vinnist ekki tími til að rekja sögu hennar að neinu ráði, tel ég óhjá- kvæmilegt að tilfæra nokkur dæmi þessu til sönnunar. 3 Þegar landnámsmennirnir, forfeður okkar, fluttu hingað norður á þessa stóru eyðiey við heimskautsbaug höfðu þeir meðferðis þá dýrmætu eign sem ein hefur dugað okkur til þessa dags: móðurmál sitt — norrænuna. Hvernig sú tunga hafði náð þeirri lífi gæddu háþróun sem raun ber vitni er mál sem ekki verður rætt hér. Aðeins skal á það bent að víkingarnir á þeirri öld voru ekki einvörðungu grimmdarseggir sem brytjuðu niður saklaust fólk, heldur jafnframt heimsborgarar á þeirra tíma vísu sem áttu sjónhring allt í Greipar norður, Serkland suður, Miklagarð austur og Vínland vestur. Margslungin áhrif úr fjórum heimsálfum frjóvguðu því hugmyndaflug þeirra og útvíkkuðu um leið auðlegð og sköpunarmátt tungunnar. En hversu fögur og tigin og fersk sú tunga var sem landnámsmönnunum lék í munni má þegar marka af örnefnum þeim sem þeir gáfu hinu nýja landi sínu. Og það leynir sér enganveginn að þar er á ferð ósvikin ljóðtunga. Stundum 114

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.