Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 27
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST Mér verður hörpunnar dæmi, þeirrar er á vegg hvolfir stjórnarlaus og strengja — stillarinn er frá fallinn: fellur á sót og sorti — saknar mans úr ranni. Svo kveður mann hver er mornar mæddur í raunum sínum. En því hef ég yfir kvæðið allt að mér sýnist það eitt dýrasta tákn íslenzkrar ljóðmenningar, þar sem það flýgur eins og eldibrandur upp úr myrkri þjak- aðrar þjóðar. með allan trega hennar ymjandi í hverju orði. Það virðist hafa alla þá kosti sem ljóð mega prýða: þó snið þess sé dróttkvætt er það nær órímað og gætt frjálsri hrynjandi eddunnar, orðaval og málblær eru þess- háttar að vart verður á fegurra kosið, líkingarnar svo sterkar að örlög dauðra hluta verða lifandi harmleikur og mannlegur. Hærra getur Ijóð naumast risið. 6 Eftir siðaskipti hefst svartasta niðurlægingarthnabil þjóðarinnar undir fargi danskra kúgunarvalda. Kemur þetta nær átakanlega fram í vísu Þórðar á Strjúgi: Yndis nær á grund andar fjárins rógsband, henda þeir saman heims mund, handar grafa upp sand. Blindar margan blekkt lund, blandast síðan vegsgrand. — Reyndar verður stutt stund að standa náir ísland. Hátturinn er geysidýr, enda er flugið ekki lengur frjálst: hin rismikla sjálfs- vitund hniprar sig hér saman í þröngum stakki formsins eins og snigill í skel — aðeins tvær síðustu ljóðlínurnar brjótast út úr skelinni eins og neyðaróp: reyndar verður stutt stund að standa náir ísland. Á þessari tíð örvæntingarinnar fór það líka svo að allur þorri kveðskapar- ins snerist upp í sálmahnoð og rímnastagl. Þó gnæfa tveir klerkar upp úr flatneskjunni — þeir séra Einar í Eydölum og séra Hallgrímur Pétursson. Sumar vísurnar í Vöggukvæði séra Einars eru frábærar að látleysi og 121

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.