Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 29
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST Hér er að nýju slegið á skíran streng fornyrðislagsins og síðan enn í snilldarþýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísarmissi Miltons: Blíður er sá ilnnir er upp af jörð, eftir regn rakri, rauk í blóma. Blíð er kvöldkoma í kælu mildri og hljóðlát gríma með helgum sér fagurrödduðum fugli þessum — Þessir voru hinir hóglátu undanfarar stórskáldanna sem spruttu upp hvert af öðru á öldinni sem leið og höfðu hið gamla guðamál fullkomlega á valdi sínu — að vísu með ívafi aldalangrar reynslu og flugi nýs þjóðarmorguns í súgnum. Bjarni Thorarensen hóf þannig kvæði sitt um Veturinn: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu hávan of hifin hesti snjálitum, hnálega hristanda hrímgan makka, eldi hreyfanda undan stálsköflum? Jónas Hallgrímsson byrjar kvæði sitt, Söknuður, á þessa lund: Man ég þig, mey, er hin mæra sól liátt á himni blikar, man ég þig er máni að mararskauti sígur silfurblár. Matthías Jochumsson yrkir svo í minningarljóðum um Guðbrand Vigfús- son: Glömruðu gunnhlífar, en ég geigs kenndi, hlömmuðu hásalir, hurfu goðmegin: 123

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.