Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hrannir fóru helsingja hátt á blálofti — ið'uðu blikvængir við beran mána. Hér syngur hver með sínu nefi og þó allir í einum kór. íslenzk tunga er aftur komin heim í sinn norræna ásgarð. 7 Af ráðnum hug hef ég hér á undan einkum dregið fram dæmi þeirra ljóða sem kveðin voru undir hinum léttu, órímuðu háttum eddukvæðanna, forn- yrðislagi og ljóðahætti, til þess að sýna yngingarmátt þeirra í íslenzkri ljóð- list, enda vill svo til að þar mun einmitt að flestra dómi vera um einna fegurst verk viðkomandi höfunda að ræða. En auðvitað komu fleiri margvíslegir hættir smátt og smátt til sögunnar, sumir dýrir, aðrir frjálsir. Var þar stund- um um innlend tilbrigði að ræða, stundum erlend áhrif, ekki sízt gegnum sálmaþýðingar og dansa. Með runhendu sinni innleiddi Egill endarím í íslenzkan skáldskap og komu snemma fram ýmis afkvæmi þess háttar í ljóðagerðinni — meðal annars eru ferskeyttir hættir taldir þaðan runnir í öndverðu. En þeir urðu einmitt hinn hefðbundni búningur rímnakveðskaparins. Rímurnar eiga yfirleitt að því leyti sammerkt við sálmana að þær bera glöggar menjar niðurlægingarinnar, enda tóku þær brátt á sig völustakk of- rímsins, líkt og dróttkvæðin fyrr. Auk þess voru þær bundnar ákveðnum sögu- þræði, svo eigi var kyn þó vængjatakið yrði stundum nokkuð þunglamalegt. Eigi að síður finnast þar vel kveðnar vísur, jafnvel heilar rímur, og þó naum- ast um verulegan skáldskap að ræða fyrr en hjá þeim Bólu-Hjálmari og Sig- urði Breiðfjörð — en þá var líka öld þeirra öll sem lifandi þáttar í lífi þjóð- arinnar. Rímurnar voru í rauninni ómenguð alþýðulist og höfðu gífurlega þýðingu fyrir þjálfun og varðveizlu tungunnar. Og eitt er það afsprengi rímnakveð- skaparins sem enn í dag virðist lifa furðu góðu lífi og er kannski flestu fremur sá naflastrengur sem tengir alþýðu manna við ljóðlistina, en það er stakan eða lausavísan — þetta litla, kankvísa fiðrildi sem flýgur sjálfkrafa vör af vör, bæ frá bæ, svo viðkvæmt og lifandi að það þolir naumast prentsvertuna. Beztu stökurnar sem við eigum eru dýrmæt þjóðlist sem mun vera einsdæmi í ver- öldinni. 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.