Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 32
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Einar skapar sér nýjan ljóðstíl, þungan og voldugan eins og bergkastala eða
útsæ og svo persónulegan að enginn hefur í alvöru dirfzt að feta í þá slóð.
Svipuðu máli gegnir um Stephan G., enda þótt svipmót hans sé um sumt al-
þýðlegra af skiljanlegum ástæðum — varla eins heilsteypt, en þeim mun ein-
lægara og mennskara. Þessir tveir standa líkt og gnæfandi stórmerki þess gíf-
urlega átaks sem þessi örsnauða og kúgaða smáþjóð hóf með frelsisbaráttu
sinni og framsókn undir einkunnarorðunum: það þarf vakandi önd, það þarf
vinnandi hönd, til að velta í rústir og byggja á ný.
Að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni er tekið að slá á nýja strengi, ýmist létt-
ari og flugmeiri en áður eða sárari og tregafyllri. Stefán frá Hvítadal og
Davíð Stefánsson slaka á formhefðinni, bæði í anda þjóðkvæða og að erlendri
fyrirmynd. Og um svipað leyti, fyrir nær þrem áratugum, koma þegar fram
órímuð og jafnvel óstuðluð ljóð með mismunandi ljóðlínulengd. Má þar til
nefna kvæði eins og Söknuð eftir Jóhann Jónsson og Sorg eftir Jóhann Sigur-
jónsson sem bæði eru einhverjar hinar fegurstu ljóðperlur sem við eigum.
I kreppunni milli heimsstyrjaldanna myndast enn nýir ljóðstraumar, eink-
um að efni til. í stað þjóðfrelsisbaráttunnar áður er þá tekin við innlend
stéttabarátta sem brýnir sum skáldin til ádeilu og uppreisnar og endureflir þá
kröfu um réttlátara þjóðfélag sem áður hafði kveðið við í Ijóðum Stephans G.
og Þorsteins Erlingssonar.
Á fyrsta ári síðari heimsstyrjaldarinnar var Island hernumið af einu stór-
veldi og síðan hersett af öðru, en sú staðreynd hefur sett mjög svip á ljóða-
gerð síðustu ára, þar sem mörgu skáldi þykir nú sem skert hafi verið ískyggi-
lega nýfengið sjálfstæði hins unga lýðveldis og það svo að um beinan voða
geti verið að ræða.
9
Þau verða oft örlög skálda, sem og annarra listamanna, ekki sízt ef þau
ryðja að einhverju leyti nýjar brautir, að samtíðin reynist ófús til viðurkenn-
ingar á list þeirra. Stundum er það formið sem veldur, stundum innihaldið,
stundum hvorttveggja. Einn má ekki sjá óbundið Ijóð, annar þolir ekki þjóð-
félagsádeilu o. s. frv.
Jónas Hallgrímsson var engan veginn sá ástlingur sinna samtíðarmanna
sem hann er núlifandi kynslóð. Einar Benediktsson þótti lengi vel svo myrkur
í máli og torskilinn að almenningur hætti sér vart út í lestur ljóða hans. Þor-
steinn Erlingsson var af mörgum svo hataður fyrir ádeilukvæði sín að hinar
126