Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 33
U M ÍSLENZKA LJÓÐLIST ljúfu, hefðbundnu ferskeytlur hans dugðu ekki til að vega á móti. Og þannig mætti lengi telja. í ljóðlist síðustu ára eru það hin svonefndu atómljóð sem harðastri gagn- rýni hafa sætt. En hvað eru þá þessi atómljóð? I útlistun sinni á því efni mun margur staðnæmast við yfirborðið eitt, búninginn, og flokka allan þann skáld- skap undir atómljóð sem brýtur að einhverju leyti í bága við íslenzkar brag- reglur sem svo eru kallaðar — það er að segja stuðlasetningu, rím og hátt- bundna lengd vísuorða. En nánari rannsókn á þeim atriðum mundi skjótt leiða í ljós að í raun og veru geti það alls ekki verið þetta hefðbrot sem er fólki sár- astur þyrnir í augum. Það kæmi sem sé upp úr kafinu að margt þessara atóm- ljóða er bundið einhverri hrynjandi, jafnvel ljóðstöfum og rími, þótt ýmis til- brigði og frávik sé stundum um að ræða. Þarf ekki annað en taka sjálfan höfuðsnilling atómkveðskaparins, Stein Steinar, til athugunar — segjum kvæðið „Tíminn og vatnið“ í samnefndri bók: Tíniinn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Hér ætti sizt að skorta á fullnægingu brageyrans, því ljóð þetta er mun bundnara en Sonatorrek Egils eða Söknuður Jónasar. Allar þrjár vísurnar innihalda ekki einungis ljóðstafi, heldur eru þær samrímaðar í síðustu vísu- orðunum, þótt rímorð hinnar fyrstu sé að vísu endurtekið í þeirri síðustu. Hvað er þá að? Sannleikuritm mun vera sá að það sé ekki í fyrsta lagi formið sem hneyksl- uninni veldur, heldur hin óvæntu hugmyndatengsl, hin nýstárlega túlkun sem beinlínis „ruglar fólk í ríminu“. Það „skilur“ ekki svona skáldskap fremur en kvæði Einars Benediktssonar á sínum tíma — þótt með öðrum hætti sé. Eigi að síður mun hver ljóðnæmur maður „finna“ að þetta kvæði Steins sé þrátt fyrir allt ekki leirburður. Ekki veit ég hvort Snorri Hjartarson mundi af almenningi verða talinn til 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.