Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 35
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST ingu íslendinga, stundum nær einvöld, hversu aum sem hún var — og alla daga innsta skjól tungunnar og tengiliður kynslóða. Nú hafa aðrar listgreinir vaxið upp og blómgast af ótrúlegum hraða og krafti: skáldsagnalist, leiklist, tónlist, myndlist, byggingalist -— og enda þótt þær hafi haft margvíslega frjóvgandi áhrif á ljóðlistina, einkum myndlistin og tónlistin, hafa þær ruðzt inn á svið sem hún ein varð löngum að fullnægja áður. Hér við bætast svo keppinautar á skyldum sviðum: útvarp, kvikmyndir, íþróttir og dansleikir. Hlutverk ljóðlistarinnar hefur því dregizt gífurlega saman og hljóta þær tak- markanir að leiða til mjög aukinnar sérhæfingar. Það er því ekki að undra þótt nokkurra umbrota verði vart í túni Braga, enda má segja að þar sé flest á tilraunastigi urn þessar mundir. Menn geta lengi deilt um þær tilraunir, en hvað sem um þær má annars segja bera þær vitni vöku og lífi. Ljóðlistin er nú að reyna að hasla sér völl við nýjar að- stæður í gerbreyttum heimi. Mörgum mun mistakast í þeirri viðleitni, aðrir munu sigra. Jafnt viðfangsefni sem búningur og aðferðir munu taka miklum stakkaskiptum: útþensla mannlegrar þekkingar og reynslu krefst jafnt víkk- aðrar listsköpunar sem listskynjunar -—- æ samsettari og flóknari heimsmynd krefst æ hnitmiðaðri og einfaldari túlkunar. Hinn frjálsi, háfleygi andi edd- unnar mun halda áfram að ríkja í íslenzkri ljóðagerð, ef auðna ræður, hafinn yfir háttbindingu og fordóma, en jafnframt skyggn á yndi hinna dýrustu hátta þegar þeir falla auðsveipir að gróandi lífi. Skáldin verða að reyna að ná til fólksins, beint inn í hug þess og hjarta, án þess þó að slaka á kröfum sínum í glímunni við hið ósegjanlega. Fólkið verður að reyna að ná til skáldsins með því að taka á móti því sem vini sínum og túlkara sem aldrei verður að fullu „skilinn“ — aðeins ,,fundinn“. Um sjálfan tilgang Ijóðlistarinnar ætla ég ekki að ræða. Ég tel sama gilda um hana og allar aðrarlistir: að ekkert mannlegt sé henni óviðkomandi — ekkert í allri tilverunni sé henni óviðkomandi. Eins og þær fylgir hún óhjá- kvæmilega þeim sveiflum sem uppi eru á hverjum tíma í þjóðlífi og umheimi. Það er undir þjónum hennar, skáldunum, komið hvort það atfylgi verður henni til vaxtar eða hrörnunar, upphafningar eða falls. Og það er í annan stað undir þjóðinni komið hvort skáldinu mega vaxa þeir vængir sem því er áskapað. 11 Svo nátengd hefur ljóðlistin verið íslenzkri alþýðu, svo sem ég hef fyrr drepið á, að margt hennar fegursta er beinlínis þaðan runnið og sum stórskáld TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAK 129 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.