Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 47
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS drepið á, lét Sverrir skemmta sér með íslenzkum lygisögum. En hann hefur eflaust ætlazt til þess, að Karli ábóta mætti auðnast að skapa verk, sem myndi halda minningu þeirra beggja á loft, og sú varð raunin á. Hér er þó eitt sem þarf nokkurrar skýringar við, og það er ástæðan fyrir því, að íslend- ingur varð til þess að rita sögu Sverr- is konungs. Vel má vera, að eitthvað svipað hafi vakað fyrir Karli og Ei- ríki Oddssyni, og báðir hafi einkum haft íslenzkan fróðleiksþorsta í huga. Þó er hitt sennilegra, að Sverrir kon- ungur sjálfur hafi ált drjúgan þátt í því, að saga hans var rituð, og þá er nauðsynlegt að minnast þess, hve mikils álits íslendingar nutu í Noregi sem fræðimenn. Skömmu áður en Karl reit Sverris sögu, samdi norskur munkur ágrip af sögu Noregs á latínu. Munkur þessi virðist hafa heitið Þjóðrekur, því að hann kallar sig Theodricus á latínu. Af ummælum hans í þessu riti er auð- sætt, að þá hefur farið mikið orð af sagnafróðleik Islendinga. Þjóðreki segist frá meðal annars á þessa lund: „Ég hefi, ágæti herra, talið það ómaksins vert að rita þetta stutta ágrip af sögu Noregskonunga eftir því, sem ég hefi getað sannast spurt hjá þeim, sem talið er að bezt hafi geymt hana í minni og vér köllum Is- lendinga; hafa þeir víðfrægt og lagt rækt við þessa atburði í fornum kvæðum sínum.“ Og á öðrum stað í ritinu segir Þjóðrekur, að viðurkennt sé um íslendinga, að af öllum þjóð- um hafi þeir ávallt verið fróðastir og forvitnastir um forna sögu. Nú má nærri geta, að Norðmenn stóðu að mörgu leyti betur að vígi en íslend- ingar að vita um sögu norskra kon- unga. En hér er bæði þess að gæta, að flest hirðskáldin í Noregi eftir miðja 10. öld höfðu verið íslenzk og dróttkvæði voru stunduð samfellt á íslandi, en á hinn bóginn virðast dróttkvæði aldrei hafa fest verulega rætur í Noregi. Og auk þess hefur Þjóðreki munki verið kunnugt um, að íslenzkir fræðimenn höfðu fært frá- sagnir af norskum konungum í letur. Sú vitneskja mun einkum hafa valdið því, að hann leitaði til þeirra um heimildir að sögu Noregskonunga. Annað atriði, sem vér hljótum að minnast í þessu sambandi, eru tengsl norskra konunga við íslenzkar fræði- mannaættir á 12. öld. Þannig virðist áhugi Oddaverja á sögu norskra kon- unga hafa stafað að einhverju leyti af ættarmetnaði. Sonur Sæmundar fróða, Loftur prestur, kvæntist dóttur Magnúsar berfætts. En sonur þeirra Lofts og Þóru var Jón, sem fóstraði Snorra Sturluson. I heiðurs skyni við Jón Loftsson var Noregskonunga-tal ort. og virðist það vera byggt á sögu Sæmundar fróða. Má það undarlegt heita, ef norskum ættmennum þeirra Oddaverja hefur ekki verið kunnugt um slík ritstörf. Og þess má geta til 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.