Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gamans, að Páll biskup, sonur Jóns Loftssonar, dvaldist um hríð með Sverri í góSu yfirlæti. FaSir Sverris konungs var SigurS- ur munnur, en Hallur Teitsson í Idaukadal var stallari Sigurðar. Hall- ur var sonur Teits, sem fóstrað hafði Ara fróða, og þarf engum getum að því að leiða, að Hallur hefur verið fróður í sögu Noregskonunga og öðr- um hlutum. Hallur var talinn hinn bezti klerkur á íslandi. Sonur hans var Gizur, sem átti þátt í ritun Ját- varðar sögu og Veraldar sögu. Hér má einnig minna á það, að SigurSur slembir dvaldist einn vetur með Þorgilsi Oddasyni á StaSarhóli, og hefur það nám eflaust orðið Sig- urði minnisstætt, eftir að hann náði konungdómi í Noregi. Þarf naumast að efast um, að sagnaskemmtun og fræði hafa verið stunduð á StaSarhóli um daga Þorgils. Hann var náinn vin- ur þeirra sagnamannanna Hrólfs og Ingimundar, og Ingimundur var frændi hans. MikiS orð fór af rausn Þorgils, og hafði hann margt manna með sér, en á slíkum höfuðbólum varð sagnaskemmtun hin mesta nauð- syn, eftir að hún komst í tízku. Á efri árum sínum gekk Þorgils í Þingeyra- klaustur, og má ætla, að hann hafi stundað þar fræðistörf, þótt klaustrið væri enn ungt að árum og dauða hans bæri að höndum fyrir daga liinna nafngreindu rithöfunda á Þingeyrum. ÞaS sýnir áhuga Þorgils á menntum, að hann kom Odda syni sínum í fóst- ur til Sæmundar fróða, og varð Oddi fróður maður. AS lokum skal á það bent, að Þorgils og Oddi, sonur hans, voru giklisbræður báðir, en gildin á 12. öld munu hafa haft mikilvæg áhrif á þróun sagnanna. ÞaS er eftirtektar- vert, að getið er um gildisfundi á þrem stöðum hérlendis á 12. öld: Reykhólum, þegar þeir Hrólfur og Ingimundur skemmtu meS sögum sín- um, Hvammi og Þingeyrum. Um tengsl þeirra Snorra Sturluson- ar og Sturlu Þórðarsonar viS norsku hirðina er svo alkunnugt, að á þaS þarf ekki aS benda. Allt þetta sýnir, hve sögur um norska konunga áttu hægt aS berast frá íslandi til Noregs, og er þó enn ótalið, sem skiptir ekki minnstu máli, að með norskum hirðum var ávallt töluverður hópur íslenzkra manna. Sverris saga er til í handritum, sem varSveitzt hafa í Noregi, og sama máli gegnir um Böglunga sögur, Heimskringlu og Olafs sögu eftir Snorra Sturluson og Hákonar sögu gamla eftir Sturlu Þórðarson. í for- mála sínum að Ólafs sögu afsakar Snorri það, hve mikið sé sagt af ís- lenzkum mönnum, ef sagan kynni að berast til útlanda. Sést af þessu, að Snorri hefur samið söguna handa ís- lendingum, en á hinn bóginn hefur honum þótt sennilegt, að' hún kynni að berast til Noregs, eins og raunar varð. Fyrir ritun Heimskringlu höfðu 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.