Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 49
ÍSLENZKAR FORNSOGUR ERLENDIS íslendingar samið yfirlitsrit um norska konunga og eru þau venjulega kölluð Ágrip, Fagurskinna og Mork- inskinna. Af þeim er Fagurskinna til í handriti, sem íslendingur skrifaði í Noregi. Af þessu má greinilega ráða, að einhver markaður hefur verið í Noregi fyrir íslenzkar sögur um norska konunga. Hitt er þó ósennilegt, að slíkar bókmentnir hafi nokkurn tíma verið almennt þekktar í Noregi, fyrr en Heimskringlu hafði verið snú- ið á dönsku og hún verið gefin út á prenti í risastórum upplögum. En slíkt varð ekki fyrr en seint á 18. öld. En ein var sú stofnun í Noregi, sem kunni vel að meta slíkar sögur þegar í upp- hafi. Það var norska hirðin. Þegar Hákon gamli lá banaleguna í Orkneyj- um árið 1263, lét hann lesa fyrir sér Konungatal sem hefur sennilega ver- ið söguritið Fagurskinna, og Sverris sögu. Og Magnús lagabætir, sonur Hákonar, fékk Sturlu Þórðarson til að semja Hákonar sögu. Það féll einnig í hlut Sturlu að semja síðustu konungasöguna. Það var Magnúss saga lagabœtis. Þannig sjáum vér, að norska hirðin hefur ekki einungis skemmt sér við íslenzkar lygisögur, norskir konungar hafa einnig hlýtt á íslenzkar konungasögur og jafnvel stutt að því, að þær væru ritaðar. 5 Margt af því, sem hér hefur verið sagt um norsku hirðina, á einnig við um hirðir jarlanna í Orkne}rjum. Þar stunduðu íslenzk skáld einnig list sína og ortu um orkneyska jarla. Á 12. öld virðast hafa verið náin tengsli með orkneyskum jörlum og Oddaverjum. Má meðal annars geta þess, að orð fóru á milli þeirra Sæmundar Jóns- sonar í Odda og Haralds jarls Madd- aðarsonar, að Haraldur myndi gifta honum dóttur sína. En það bar á milli, að Sæmundur vildi ekki sækja brúðkaup í Orkneyjar, en jarlinn vildi ekki senda hana út hingað. Við Oddaverja er efalaust tengd ritum Orkneyinga sögu, sem virðist hafa verið skráð um það leyti, sem Sæ- mundur Jónsson var að hugsa um að mægjast við jarlana. Ekki verður full- yrt um, hvort Orkneyinga saga hafi borizt til Orkneyja, en mjög sennilegt má það teljast. Önnur saga, sem ís- lendingar sömdu um orkneysk efni, var Magnúss saga Eyjajarls. Um miðja 12. öld dvaldist íslenzka skáldið Hallur Þórarinsson við hirð Rögnvalds kala jarls. Þeir ortu í fé- lagi Háttalykil, sem nú er kallaður hinn forni. Eins og nafnið ber með sér, var eitt hlutverk þessa kvæðis að sýna ýmislega kveðskaparhætti, sem þá voru kunnir. En kvæði þetta gefur einnig eins konar yfirlit yfir fornan hetjusagnaforða íslendinga, og í síð- ari hluta þess er getið norskra kon- unga frá Haraldi hárfagra. Má það sennilegt teljast, að Hallur hafi Iagt fram söguefnið og suma sjaldgæfari 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.