Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 53
ISLENZKAR FORNSOGUR ERLENDIS
Því hefur stundum verið haldið
fram, að Saxó hafi þegið sumar sög-
urnar, sem eru auðsæilega ekki af
dönskum uppruna, frá norskum
sagnamönnum. Sú skoðun gengur að
sjálfsögðu í berhögg við það, sem
Saxó segir sjálfur um íslenzka heim-
ildarmenn. Auk þess bera frásögur
Saxós með sér ærin íslenzk einkenni.
Hann lætur fljóta með íslenzk kvæði
frá 12. öld, og í sögum hans gægjast
víða fram íslenzkar hugmyndir.
íslenzkar sögur hafa einnig verið
notaðar i dönskum þjóðkvæðum fyrr
á öldum. Þannig hefur efni úr Hró-
mundar sögu Gripssonar verið notað.
Og þekkt eru danskvæði, sem varða
Ragnars sögu loðbrókar og enn aðrar
sögur, þótt hér verði ekki rakið
lengra.
7
Þótt margar íslenzkar sögur bærust
til Danmerkur og Noregs á 12. öld og
ef til vill um næstu aldir á eftir, þá
verður lítt vart þar sagna um íslenzka
menn. Sögulegur áhugi hefur að sjálf-
sögðu valdið miklu um, hverjar sög-
ur bærust til útlanda; þær sögur, sem
fræddu Norðmenn og Dani um fortíð
þeirra, hafa átt einhverjan markað í
þessum löndum. Þó sést einnig, að
aðrar skennntisögur áttu erindi út
fyrir landsteinana. En íslendinga
sagna gætir lítt á Norðurlöndum fyrr
en löngu síðar. Undantekning frá
Jiessu er Orms þáttur Stórólfssonar,
sem ort var um í Svíþjóð og fyrr um
getur. Sá Jiáttur var einnig notaður í
færeysku kvæði; skal hér tilfærð úr
því ein vísa:
Eg er föddur í Islandi,
sum ísur á streymum rennur,
faðir minn æt Tórólvur,
Ormur skalt tú meg kenna.
En ])að er einmitt í Færeyjum, sem
vér rekumst á kvæði um íslenzka forn-
menn. Eflaust hafa slíkar sögur tekið
að berast til Færeyja snennna á öld-
um. Er fróðlegt til þess að vita, að
Færeyingar hafa betur kunnað að
meta íslendinga sögur en Norður-
landamenn, meðan Jiessar sögur voru
óprentaðar. Veldur ])ví eflaust margt,
ekki sízt það, hve náskyldar tungur
íslenzka og færeyska hafa verið, enda
eru til sagnir um, að íslenzk sagna-
handrit hafi borizt til Færeyja löngu
eftir siðaskipti. En notkun slíkra
sagna varð meiri í Færeyjum en í
Danmörku eða SvíJjjóð. Færeyingar
ortu út af sögunum kvæði, en létu ekki
handrit þeirra liggja ónotuð og falin
í bókaskemmum, eins og tíðkaðist á
Norðurlöndum, þegar handrit frá ís-
landi tóku að berast þangað í stórum
stíl á 17. öld. í Færeyjum virðist hin
íslenzka sagnaskennntun ekki hafa
tíðkazt á síðari öldum, heldur var
fólki skennnt með sögum á ])ann hátt,
að þeim var snúið í bundið mál, sem
var sungið við dans. Auk Orms þáttar
ortu færeyskir rímnamenn um Lax-
dœlu, Fóstbrœðra sögu, Njálu, Jöltuls
147