Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liann var lengst af heilsuveill niaður og lézt fyrir aldur fram árið 1950. Var það stórskaði þessu merka máli, er hans missti við, því hann hafði sterkan áhuga á samræmingu íslenzks framburðar og var manna bezt fallinn til þess að stjórna hinum umfangs- miklu og tímafreku rannsóknum, sem nauðsynlegar eru til undirbúnings þess að við eignumst skynsamlegan og fagran fyrirmyndarframburð á ís- lenzku. Það rit dr. Björns, sem þó skiptir mestu máli í þessum efnum er bók hans „Breytingar á framburði og staf- setningu“, sem út kom í Reykjavík 1947. Er það merkilegt heimildarrit um útbreiðslu tiltekinna framburðar- atriða og liður í sókn hans til að knýja fram samræmingu framburðar og stafsetningar. Helztu tillögur hans eru þessar: I. Samræma skal í aðalatriðum ís- lenzkan nútíðarframburð, enda grund- vallist samræmingin á úrvali úr lif- andi mállýzkum, en ekki endurlífgun forns framburðar, sem horfinn er með öllu úr málinu. II. Velja skal til samræmingar að svo stödddu 1) réttmœli sérhljóða; 2) hv-framburð, kringdan og ókringd- an; 3) liarðmœli, en hafna jafnframt jlámœli, kv-jramburði og linmœli. III. Jafnhliða þessari samræmingu skal stuðla að varðveizlu ýmissa fornra og fagurra mállýzkna, sem enn ber nokkuð á í landinu og komið gæti til greina, að síðar yrðu felldar inn í hinn samræmda framburð. Og nefnir hann sérstaklega í því sambandi rn-, rl-framburðinn skaftfellska og radd- aða framburðinn „norðlenzka“. Síðan hefur fræðslumálastjórn leit- að álits Heimspekideildar Háskólans um tillögur þessar, en deildin kaus prófessorana Einar Ól. Sveinss'on, Sigurð Nordal og Steingrím J. Þor- steinsson í nefnd til þess að gera til- lögur um þetta efni. Skilaði hún áliti 16. febr. 1951. Og hefur þetta nefnd- arálit síðan gengið til Háskólaráðs, þaðan til Menntamálaráðuneytis og að lokum aftur til fræðslumálastjóra. Þá hafa þeir Árni Böðvarsson cand. mag. og Bjarni Vilhjálmssoon cand. mag. fyrir tilhlutan fræðslumálastjóra samið „Uppkast að reglugerð um ís- lenzkan framburð“ og Heimspeki- deild Háskólans aftur fjallað um það í „Áliti um „Uppkast að reglugerð um íslenzkan framburð“ “. Ekki er hér rúm til þess að gera grein fyrir þessum tillögum og álit- um, en dr. Halldór Halldórsson hefur gert þeim nokkur skil í ágætri grein í Skírni 1955. Enda var ekki tilgangur þessa greinarkorns að ræða þær í ein- stökum atriðum, heldur einungis að vekja athygli leikmanna á því, sem málvísindamenn okkar eru nú að gera til þess að bæta úr ringulreiðinni í framburði íslenzkunnar; því þetta er mál, sem ekki einungis varðar sér- fræðinga, heldur alla þjóðina. 154

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.