Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 73
GUÐRUN I GESTHUSUM við, tók hann á sína arma, það var honum líkt að geta ekki sætt sig við að tapa þessu máli á kostnað sinnar sveitar. Hitt lá heldur ekki í láginni, að ákvörðun þessa tók hann þá fyrst, er hann hafði haft tal af konu sinni, og hrátt var það almannarómur, að það var hún, sem réð þessum gerðum. Um vorið fór Páll sjálfur með ann- an mann að sækja drenginn frá Birki- hlíð. Það var í vikunni fyrir hvíta- sunnu. A hvítasunnudag var fjöldi fólks saman kominn að Stað til að hlýða messu. Þar var komin Guðrún í Gesthúsum með fimm hörn sín og hið sjötta undir belti. Er messufólk beið síðustu hringingar úti fyrir kirkju- dyrum, þá bar þar að Pál í Gesthúsum og förunauta hans, og reið Birki- hlíðardrengur hesti húsfreyju á milli þeirra. Páll stökk af baki hesti sínum, gekk til konu sinnar og barna og minntist við þau. Förunautur tók að leysa hnúta þeirra banda, er í öryggis- skyni bundu saman hest og drenginn, sem hafði aðeins einn fót til stuðnings við síðu hestsins. En um það bil sem bönd voru laus, stóð Guðrún í Gesthúsum við hlið hestsins, og sveinninn hné í faðm hennar. Hún hélt honum útréttum örmum eins og nýfæddu barni, og augu hennar hvíldu á honum um stund. Þá dró hún til sín arma og bar sveininn upp að andliti sér og þrýsti kossi á örið eftir krumma. Ifún sökkli sér í heiðblátt auga, sem starði á hana milli ótta, undrunar og barnslegrar ástar, beygði höfuð sitt á ný og þrýsti kossi á augað, þar sem ekkert var ann- að en samangróin augnalok. Og hringjarinn gleymdi að hringja, enda höfðu allir gleymt því, til hvers menn voru hér saman komnir. En það sáu það tvær nágrannakonur og báru það hvor í sínu lagi sem einum munni, að þá er Guðrún í Gesthúsum sleit kossi sínum og sökkti augum sínum á ný í þetta afmyndaða andlit, þá opnaðist hið blinda auga drengsins, og þar sá einnig í hyldjúpan himinbláma. Og eins og andblæ, sem ekki hreyfir hár á höfði, sáu þær bros breiða sig yfir andlit húsfreyjunnar í Gesthúsum, og gegnt því brosi laukst augað á ný, en blámi hins augans dýpkaði, og á botni dýpis þess sindraði á demanta slíka, sem um getur í ævintýrum Austur- landa. Þá gekk húsfreyja til kirkju með sveininn upp við brjóst sér. Og svo setti hún hann á kné sér og hallaði honum upp að sér. Hin börnin, fimm að tölu, komu í röð á eftir og settust í bekkinn hjá móður sinni, hið yngsta í kné elztu systurinnar. Þá laut prests- konan að eyra sessunautar síns og hvíslaði: Það er meira barnalánið sem hún hefur hún Guðrún í Gesthúsum. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.