Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 83
THOR VILHJÁLMSSON Veröld sem var Þankar vegna sjálfsœvisögu Stefans Zweig I ITT kvöld í fyrravor, ég var á gangi með Mostafi skáldi frá Persíu og Nicanor Parra skáldi frá Chile, þrír rithöfundar, sinn úr hverri heimsálfunni. Ljósið kviknaði á götu- luktum breiðstrætanna og streymdi um hið nýja lauf trjánna, þetta var í Vínarborg þar sem Stefan Zweig fæddist og óx úr grasi. Nafn hans var skráð á hvítan vegginn á fimm hundr- uð ára gömlum veitingastað Griechen- beisl. Þar eru eiginhandarsýnishorn stórmenna sem höfðu keypt sér krús af staðarins góða öli, það kom svalt og gott úr kjallaranum því þarna tíðk- aðist ekki það skemmdarstarf að dæla ölinu í pípum upp úr kjallaranum og hleypa þannig ólgu í mjöðinn og spilla honum, gamlir þjónar sóttu inn- skeifir hverja krús um hin lúðu þrep niður í svalan kjallarann og dimman. Og mikilmennunum líkaði drukkur- inn vel og létu í té sýnishorn af rit- hönd sinni og nafnið var drifið á vegginn svo pílagrímurinn fengi þar nokkra tryggingu fyrir því að hér hefði eitt sinn setið W. Amadeus Mo- zart og Ludvig van Beethoven. Nöfn- in voru þétt, hvirfluðust í svörtum teiknum sínum um hvítt kalkið og þar á meðal stóð Stefan Zweig. Og þeir sem ekki vildu öl þeir gátu feng- ið svo dæmalaust ljúft Sandgruber- hvítvín sem er alveg örugg vörn gegn áróðri sértrúarflokka og pólitísks of- stækis — í svipinn, meðan músík þess lifir og geislarnir titra á borðdúknum eins og dögg að morgni. Við gengum á stéttinni fyrir fram- an Ríkisóperuna og fólkið reikaði í hægðum sínum og allt var gagntekið af kvöldlegum fyrirheitum vorsins. Mostafi frá Persíu sagði okkur að Zoroaster (sem við höfðum oftar heyrt kallaðan Zaraþústra) það þýddi bara maður sem á gulan úlf- alda. Og hann hefði kennt þjóð sinni að tigna sólina og ljósið. í Persíu þætti mörgum óhæfa að slökkva ljós, það er að segja ef þeir hafa ekki feng- ið rafmagnið og glatað erfðavenjun- um við það, þeir sem hafa Ijós á glasi eða á lampa þeir draga niður í því og 1ÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 177 12

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.