Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 91
UMSAGNIR UM BÆKUlí
briig'ð'ið' er upp fyrir honum gagntakandi
skilningarvitin og hugann, ]iannig ferðast
liann lengi með Rolland og verður undr-
andi ]iegar fljótið sem stóð til að rekja að
ósi birtist honum skyndilega af nýju.
Um hugsjónastarf Rolland á árum heims-
styrjaldarinnar fyrri þegar hann reyndi að
flytja friðarorð á milli ]jjóða yfir öskrandi
hatursvíti vígvallanna má vísa til sjálfsævi-
sögu Zweig sem lýsir Rolland betur en ég
hef annarsstaðar séð gjört enda sneru þeir
bökum saman landflótta báðir í svissnesku
griðlandi en það var auðvitað þýðingar-
laust að reyna að koma vitinu fyrir stríðs-
menn, þó var þá hlustað eftir því sem þeir
SÖgðll.
Það er sannarlega fagnaðarefni að Mál
og menning skuli hafa fengið nngan hæfan
mann Sigfús Daðason til að taka upp þráð-
inn þar sem Þórarinn Bjömsson hætti hinni
snjöllu þýðingu sinni fyrir 9 árum, þegar
hann hafði snúið fjórum bindum verksins.
Það væri efni í aðra grein að lýsa sinni
persónulegri þakkarskuld við þetta verk og
höfund þess. Mál og menning vinnur hið
mesta happaverk með því að láta snúa Jó-
hanni Kristófer á íslenzku og þýðendur
hafa sannarlega unnið mikilsvert starf sem
hér skal þakkað.
Thor Vilhjálmsson.
Guðmundur BötSvarsson:
Dyr í vegginn.
Heimskringla, Reykjavík, 1958.
Guðmundur böðvarsson liefur um aldar-
fjórðungs skeið og rösklega það verið
skáld og bóndi uppi í Borgarfirði. Mér er
ekki kunnur búskapur hans, en það hef ég
fyrir satt, að hann búi góðu búi. Hitt er
mér löngu kunnugt, að hann er 1 jóðskáld
hugljúft og gott. Þegar menn skipta þannig
lifi sínu milli tveggja viðfangsefna, er alltaf
nokkur hætta á klofningi í sálinni. Tog-
streitunnar milli bóndans og skáldsins gæt-
ir dálítið í ljóðum Guðmundar líkt og hjá
Stefáni G. Stefánssyni, en segja má að hon-
um takist furðu vel að sætta skáldið og
bóndann við kjör sín, án þess að upp komi
afbrýðisemi eða hlutur annars hvors sé fyr-
ir borð borinn.
Nú hefur Guðmundur sent frá sér skáld-
sögu, þar sem þetta forna og nýja vandamál
er tekið til meðferðar: togstreitan milli þess
sem manninn langar til að vera og þess sem
umhverfið, samferðafólkið knýr hann til að
vera. Dyr í vegginn er saga slíks manns, rit-
uð í formi sendibréfs til vinar. Eg kann vel
við form sögunnar. Þetta er eins og að lesa
kærkomið sendibréf frá vini, en slík sendi-
bréf eru orðin alltof fátíð á þessnm hrað-
fleygu tímum síma og útvarps. Mér þótti
einna verst, hve ég var fljótur að lesa bréf-
ið. Sagan hefur á sér það einkenni Ijóðsins,
að allri óþarfa mælgi er sleppt. Hún smýg-
ur í gegnum hug lesandans eins og ljóð, og
yfir lienni hvílir sami Ijúfi og einlægi þokk-
inn og yfir ljóðum höfundar.
Máski kann sumum lesendum að finnast
sú hugmynd höfundar nokkuð fjarstæð, að
bréfritarinn skyldi sendur á geðveikrahæli,
af því að hann vildi heldur dunda við að
mála myndir sér til gamans en grafa skurð
sér til gagns, en það má mikið vera, ef
sumir eru ekki innst inni þeirrar skoð-
unar, að listamenn, sem af hrekkvísi og
ónáttúru búa til hluti, sem eru andstæðir
smekk alls almennings, eigi hvergi fremnr
lieima en á geðveikrahæli eða betrunar-
heimili fyrir vandræðafólk, ef ekki er hægt
að grafa þá lifandi við brauðstrit. A þetta
ekki hvað sízt við um Ijóðskáld og listmál-
ara. Saga þessi er viðvörun gegn slíku of-
stæki.
Persónur sögunnar finnst mér allar eðli-
legar og mannlegar. Eg trúi ekki öðru en
bréfritarinn verði hvers manns hugljúfi, og
læknisfrúna finnst mér ég kannast við, hina
185