Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR því miður enn vera margir sem viðurkenna ekki annan skáldskap en rímritgerðir og stuðlaberg.) Erlend nútímaljóð er mjög misjöfn bók, enda er það óhjákvæmilegt eins og til henn- ar er stofnað. I fyrsta lagi varð að tak- marka valið við það eitt sem þegar var til þýtt á íslenzku, en það var að sjálfsögðu mjög misjafnt að gæðum og mikið um til- finnanlegar eyður, — svo mikið að um það má raunar deila livort bókin standi undir sínu ábyrgðarmikla beiti; en kynningar- söfn af þessu tagi verður að dæma ekki að- eins eftir því sem í þeim er, heldur einnig eftir því sem í þeim er ekki. I öðru lagi eru þýðendurnir mjög mishæfir; þó held ég megi segja að flestir þeirra leysi starf sitt vel af hendi, og sumir ágætlega, eins og t. d. Jón Oskar, Sigfús Daðason, Hannes Sigfús- son, Einar Bragi o. fl.; en jafnvfst er að ýmsir þýðendanna eru ekki þessu vanda- sama starfi vaxnir, og margar þvðingarnar eru því miður ekki svipur hjá sjón: tradut- tore, traditore. Það er t. d. sérstök ástæða til að vara menn við því að halda að þeir séu nú að lesa García Lorca, þegar þeir lesa „ljóð“ þau sem lionum eru eignuð í þessari bók. Að vísu eru þýðingarnar mjög misilla af bendi leystar. Kvæðin Söngur riddarans og Dauði um morgun eru t. d. eflaust ekki verr þýdd en margt af því sem birt er hér sem góð og gild vara. En kafli sá úr Poeta en Nueva York, sem hér gengur undir nafninu Sonur (sic!) negranna á Kúbu, fær svo herfilega útreið í þýðingunni að leitun mun á öðru eins: manni dettur einna lielzt í hug Túskildingsópera Sig. A. Magnússonar. Þetta er þeim mun verra sem kvæðið er mest „nútímaljóð" þeirra fjögurra sem þýdd eru eftir Lorca í bókinni: hér er máls- meðferð höfundar djörfust og nýstárlegust, myndirnar mest „lýsandi", þótt ekki verði það ráðið af íslenzka textanum, því miður. Mestur hluli þýðingar Jóhanns Hjálmars- sonar verkar eins og óskiljanleg þvæla, samhengislaust rugl. Hvern ætli gruni að skáldið sé hér að túlka andúð sína á New York, hinu vélræna og sálarlausa lífi stór- borgarinnar, og lýsa um leið — í hugarsýn sinni af lífi negranna á Kúbu — þrá sinni eftir friði og upprunalegum einfaldleik? Ég skal taka fáein dæmi. Oh ritmo de semillas secas! [0 hrynjandi þurra fræja!] verður í þýðingunni: Þurr fræ hljómfallsins. Orðin eru hin sömu, en merkingin horfin. Hendingin EI mar ahogado en la arena er gott dæmi um myndvísi Lorca, hún þýðir eiginlega: Sjórinn drukknaður í sandinum (flæðarmálinu). I þýðingunni er líkingin horfin, eftir er aðeins þessi þvælda setning: Öldur sem brotna við sand. Upphaf kvæðisins er þannig: Cuando llegue la luna llena iré a Santiago de Cuba, iré a Santiago, en un coche de agua negra. [Þegar tungl er fullt þá fer ég til Santiago á Kúbu ég fer til Santiago í vagni úr svörtu vatni.l Þetta er þýtt: Þegar máninn líður yfir Santiago á Kúbu vil ég halda til Santiago á hesti úr svörtu vatni. IJér er farið alllangt frá frumtexta. Nú er nákvæmni í útleggingu að sjálfsögðu síð- ur en svo einhlít. Aðalatriðið lilýtur alltaf að verða að ná anda Ijóðsins, og að skila því þannig gegnum sáld þýðingarinnar að það sé fullgildur skáldskapur. En sjálfsagt 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.09.1959)
https://timarit.is/issue/380826

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.09.1959)

Gongd: