Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 111
leynt og ljóst Hvernig bregðast menn við ellinni, að- gerðarleysinu, ævikvöldinu? Hvað er efst í huga embættismanns sem kominn er á eftirlaun og fluttur til Reykjavíkur? Hverj- um augum lítur hann á fortíð sína? Hvers væntir hann af þeirri framtíð sem hann kann að eiga í vændum? Séra Böðvar er meinleysismaður, hæglátur, innhverfur, á fáa kunningja, líður bezt í einveru, dund- ar við bækur sínar og ornar sér við hlýjar minningar. Kerling hans er mesti hafgamm- ur, stjórnsöm, pexin og vill helzt vera með nefið niðri í hvers manns koppi, sannköll- uð plága, þótt allt sé hennar umstang í góðri meiningu gert, ef vinsamlega er á málin litið. Dóttirin er augasteinninn hans, og kannski er hún samt ekki dóttir lians; hún er gift Kana og býr í Vesturheimi. Henni skrifar hann öðru hvoru, og fyrri saga bókarinnar heitir „Bréf séra Böðv- ars*1.1 Þetta er hugðnæm saga, sögð af mikilli íþrótt, rennur fram eins og lygn móða, þar sem hvergi bólar á broti eða streng, en smágárar ýfa vatnsborðið og gefa til kynna að undir niðri kunni að ieynast nokkur straumþungi og jafnvel iðukast í hyljum. Sagan gerist öll á einni dagstund, en spannar þó heila mannsævi og reyndar miklu meira, cf að er gáð. Hún er ein þeirra sagna sem eiga eftir að leita á hug lesandans löngu eftir að lestri er lokið; séra Böðvar verður okkur minnisstæður af því að við þekkjum hann svo vel. Eg held við þekkjum hann til hlítar. Svona getur enginn sagt sögu nema mikill lista- maður. Síðari sagan heitir „Mýrin heima, þjóð- arskútan og tunglið". Trúað gæti ég að höfundurinn hefði ætlað henni öllu meiri 1 Ólafur Jóh. Sigurðsson: Leynt og Ijóst. Tvær sögur. Heimskringla. Rvík 1965. Umsagnir um bœkur hlut en fyrri sögunni, en engu að síður stendur hún greinilega í skugga séra Böðv- ars. Þetta er saga um sveitadreng sem skil- ur við mýrina heima, arkar til höfuðstað- arins og gerist vikapiltur á Alþingi, þing- sveinn eins og það er kallað. Virðulegir fulltrúar þjóðarinnar í sölum þingsins blása honum stjómmálaáhuga í brjóst með orð- ræðum sínum og fasi, hann ákveður að gerast bjargvættur föðurlandsins og býr sig undir að gegna þeirri köllun. Ef til vill sveiflast frásögnin um of milli barna- legs hrekkleysis og hins fjarstæðukennda stjómmálaþrefs til þess að hitta beint í mark, en allt um það varpar hún einatt kátbroslegu ljósi á furðuheim pólitíkus- anna, þar sem þeir spóka sig í nýju fötun- um keisarans. „Sumir kváðust hafa bjarg- að þjóðarskútunni, þrátt fyrir ábyrgðar- lausa og illvíga stjórnarandstöðu. Aðrir héldu því fram, að þjóðarskútuna ræki óðfluga inn í brimskafl gegndarlausrar eyðslusemi, þar sem fjöregg hennar, krón- an, hlyti að brotna, ef ekki væri spyrnt við fótum þegar í stað. Tveir eða þrír bölsýnir öldungar töldu jafnvel hæpið að takast mætti að vernda fjöreggið, því að þjóðar- skútan hefði borizt svo langt inn í þennan ólgandi brimskafl, að sennilega mundi hún liðast sundur á skuldaskerjum, hvernig sem reynt væri að spyma við fótum.“ Seint og um síðir og að fenginni marg- háttaðri lífsreynslu opnast augu unga mannsins fyrir því að líklega henti honum annað betur en stjórnmálavafstrið, og mýr- in heima sem hann hafði eitt sinn orðið ósáttur við tók að birtast honum síðar á ævi í draumi, í tunglsljósi eða sólarbirtu. „En þá var líka um seinan að snúa aft- ur.“ Ólafur Jóliann er í fremstu röð skáld- sagnaliöfunda, sjálfstæður og vandvirkur kunnáttumaður, virtúós. Ég er ekki viss um að verk hans njóti enn sannmælis nema 221
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.