Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 19
Bókmenntaárið 1965 Ekki leynir sér hvar skáldin sjá rætur allra meinsemda þjóðfélagsins: í her- námi og hersetu landsins með þeim þjóðar óþrifnaði sem fylgt hefur. Þetta er sárið sem blæðir úr. Herstöðin hjá Keflavík, Völlurinn, bregður upp ásjónu sinni í sögum Björns Bjarmans, í heiðinni. Höfundur gerir sér eflaust far um að draga upp raunsæjar myndir og stillir lýsingum sínum í hóf. Þó blasir hvarvetna við óhugnaður: mannlíf murkað niður í ekki neitt, vélrænt, tómt og afskræmt, traðkað í svað. „Það var eins og að koma í annað land. Lyktin og andrúmsloftið framandi...“ í leikriti Erlings Halldórssonar, Mink- arnir, er hárbeitt ádeila á herinn og hernámsliðið, braskaralýðinn sem dafnar í skjóli hans og gengur hér undir nafninu minkavinir, Minkaverndunarfélagið. Tákn hersetunnar er móðurskipið Pandora, sem liggur á ytri höfninni ár eftir ár, fagnað við komuna með ættjarðarsöngvum af minkavinum með forseta Sameinaðs þings í broddi fylkingar, látið færa sig utar þegar hentar en leggst upp að í leikslok og forseti Sameinaðs þings stígur um borð undir lúðraslætti og fagnaðarhrópum. Frá Pandora liggja leynisamhöndin til erindreka í landi. Fulltrúi þeirra er Ketill Ketils, innundir hjá því Opinbera, einn hinna nýríku, hefur reist sér hús með áföstum sjónvarpsturni og lætur grafa sér kjarn- orkubyrgi undir húsinu, en kaupir bragga vegna lóðarinnar handa móður sinni að búa í, þvottakonunni Grímu, sem er andstæða hans og í Samtökum til útrýmingar minkum. Ketill finnst örendur í ihúð sinni, en dóttir hans Kol- brún K., þriðji ættliðurinn, ætlar sér engu að sleppa af því sem hann hefur sölsað undir sig, tekur sér Herramann og heimtar að hann ávaxti eignirnar, og á braggalóðunum skulu reist háhýsi. Daginn áður en Pandora kom sá Gríma að það grúfði svart ský yfir Herðubreiðartindi, í laginu eins og æti- sveppur, og þegar þetta „umfangsmesta móðurskip veraldar“ var lagzt á ytri höfnina bar siglutoppana yfir Herðubreið. I leikslok er verið að holgrafa fjallið. „Það er kominn skógur af krönum þangað uppeftir, borarnir licgja eins og hráviði út um allt, ýtur og fallhamrar.“ ..Hvurn djöfulinn vilja jiessir mammútar vera að holgrafa Herðubreið!“ hrópar Gríma í reiði sinni framan í Kolbrúnu sonardóttur sína. Andspyrnan hefur verið bæld niður, fulltrúi hennar, verkamaðurinn Þórður, bíður dóms og tugthúsvistar. Orð Grímu hljóma í eyrum: Minkurinn er að vaxa okkur yfir höfuð. Þetta leikrit Erlings Halldórssonar er nýstárlegt í sniðum, stendur á föstum þjóðfélagslegum grundvelli og hittir beint í mark, hver mynd er skýr, fram- setningin skörp, lifandi persónur, ferskt mál. Má fullyrða að þetta sé eitt snjallasta leikrit er samið hefur verið á íslenzku og tekur langt fram mörgum 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.