Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 21
Bókmenntaárið 1965 mynda svo sterk vegna þess hve ádeilan, jafn óvægin og hlífðarlaus, var flutt í heillandi formi og jafnvel leikandi háttum. Formviljinn sem einkennt hefur íslenzkan skáldskap og íslenzkar listgreinar síðustu áratugina hefur ekki heldur látið sig án vitnisburðar í sköpun áhrifa- mikilla verka. Hann einkennir verk höfuðsnillinga okkar, Halldórs og Þór- bergs, eins ljóð Tómasar, Snorra og Jóhannesar úr Kötlum hin síðari ár og margra yngri skálda, ennfremur sögur Halldórs Stefánssonar og Olafs Jó- hanns. Þessi formvilji er líka einkenni á skáldskap og hverri ritsmíð Thors Vilhjálmssonar, reyndar með sterkri hneigð svo sem í síðustu verkum Kiljans til formdýrkunar, þannig að kostgæfni við einstök atriði og myndir vekur mjög á sér athygli innan heildarinnar. Þessi formvilji er vissulega nauðsynlegur og góðra gjalda verður og hefur orðið til að hefja íslenzkar bókmentir og gera endurnýjun þeirra blómber- andi. Engu að síður verður ekki hjá því komizt að álykta að formdýrkun og jafnvel hégómlegt formdekur hefur dregið kraft úr verkum heillar skáldakyn- slóðar á íslandi eða myrkvað þau og torveldað áhrif þeirra. Ýmis miðaldra skáld gerðust ákafir talsmenn svonefndrar formbyltingar sem varla hefur verið nema nafnið tómt og oft ekki annað en skoplegir tilburðir gerðir af miklum vanmætti. Ritdómarar dagblaðanna sem láta sig ytra form mestu skipla hafa ftindið marga galla, og vissulega með réttu, á verkum þeirra höfunda sem vikið verð- ur hér nánar að á eftir. Þegar sú ásökun er borin á Jón frá Pálmholti má segja að hann hafi til hennar unnið því að einmitt nýtízkuleg formhneigð hefur orð- ið til að spilla fyrir honum verkinu sem annars er af heitu hjarta unnið. Að öðru leyti hefur þessum ágætu forsvarsmönnum listræns forms sézt yfir að þeir verða stundum að kaupa köttinn með í sekknum. Hið nýja afl þessara bóka er ekki sízt fólgið í því, eða réttara sagt óhugsandi án þess, að höfundar þeirra hafa hugdirfð til að fara frjálsir ferða sinna án einhverrar þrælslegrar undirgefni undir nýtízku formsnyrtingu. Þessi verk hafa einmitt orðið stór- brotin, djörf og eftirminnileg vegna þess að þau eru tilhliðrunarlaus við ein- hverjar settar reglur um form og hrista af sér allt föndur, og þau gera þetta vitandi vits, að minnsta kosti Jóhannes Helgi í Svörtu messu. Eitt af uppreisn- arteiknum hennar er uppreisn gegn innantómu formi. Höfuðpersóna hennar sem oft tekur stórt upp í sig er látin segja: „Það sem kallað hefur verið bók- menntir í þessu landi síðustu áratugina rís ekki undir því göfuga heiti, þetta er áferðarslétt klúður, lágkúruleg málamiðlun, og það á viðsjárverðustu tímum 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.