Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 24
Tímarit Máls og menningar Þessi sýnishorn eiga að gefa nokkra hugmynd um andrúinsloft sögunnar. Eins og hin grótesk-absúrda leiklist er þessi saga ljóðræns eðlis. Þar er engin frásögn, heldur þyrlast upp myndir úr undirvitund, eins og í draumi. Hér er ekki lýst örlögum persóna, heldur sjálfskennd einstaklings undir martröð hins fj arstæðukennda veruleika. Höfuðpersóna sögunnar lítur á sig sem módernista, og er þá eðlilegt að hann skynji tilveruna án vits og tilgangs sem fjarstæðu, að hætti módernista, og ættu þá þeir sem breiða faðminn við öllu sem er absúrd í nútímalistum að taka Orgelsmiðjunni vel. Hún er að þessu leyti í nýtízku stíl og undir áhrifum hans. Hún hefur það sér til ágætis að vera nýtízkulegust af þeim skáldverk- um sem út komu á árinu sem leið, hvort sem segja má að höfundi hafi orðið tilraun sín ofviða og misst söguna úr böndum, því að jafnvel hið lausbeizl- aðasta form krefst stjórnar. En hér er ekki ætlunin að dæma um hvernig sagan er gerð, heldur líta á hvað hún speglar, hvaða vitnisburð hún gefur „velferðarríkinu“ eða samtíð höfundar og hvernig höfuðpersónunni eða skáldinu finnst þar um að litast. Er skeimnst af að segja að skáldið sem sagan er af er að sjá útskúfað úr þjóðfélaginu og í uppnámi gegn samtíðinni. Það verður sennilega að skrifast á reikning hins absúrda, eins og lýsir sér í umgerð sögunnar, að í velferðar- ríki skuli skáld vera tekið úr umferð í höfuðborginni fyrir að ganga í göt- óttum buxum eða sett í pyndingarklefa fyrir að óhlýðnast yfirvöldum, eða hafi ekki að éta og dreymi helzt um að hverfa til fjalla og öfundi sauðkind- ina af að bíta gras, eða spyrji eins og hér er gert í sögulok: Hversvegna í dauðanum þessi menning? í sjálfu formi sínu, óráðskenndum draumskynj- unum höfuðpersónunnar og í stefi eldsins báli hans og bruna, er sögunni ætlað að sýna trylling, vélhróp, æðisgenginn hraða, flugþrá, áfergju, losta og sálarkvalir þess mannlega tilverustigs er kennir sig við háþróaða tækni, auðsæld, beizlun kjarnorku og geimflug til annarra hnatta, og höfundur vill einkenna með orðinu: málmhulstramannkyn; í stefi söngsins skín hinsvegar gegnum allt hið náttúrlega: skrjáfandi lauf, rísl golu í grasi, ilmur af sjó, svimandi víðáttur, dimmblá endalaus næturlönd, marglitir sólskinsmorgnar, lífið, hið eilífa upprunalega án þess utan um það sé neitt kerfi, með öðrum orðum hin góða gamla rómantík bak við vélaöskur og trölladans borgarlífs- ins. Fyrir augum lesenda bregður öllu þessu upp, samkvæmt ritúali forms- ins, á sífelldri ringulreið er drepur niður heildaráhrif, hversu sem glitrar á hið einstaka. Höfuðpersónan lifir allt innan frá, allar vítiskvalir nútímans, 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.