Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 26
Tímarit Máls og menningar um það í blaði, og hann gerir sér aldrei háar hugmyndir um það, hefur feng- izt eitthvað við skáldskap og hefur þá sennilega einhvern grun rnn að geta notið ritmennskuhæfileika sinna á þessum stað og komið hugmyndum sínum á framfæri. En hafi hann haft einhverjar slíkar hugmyndir þurrkast þær mikils til út á augabragði um leið og hann stígur inn fyrir þröskuld þessarar byggingar og gersamlega þegar hann kynnist anda Blaðsins, ritstjórn þess og starfsháttum. Andrúmsloftið er óhugnanlegt, kalt og vélrænt og lævi blandið, stofnunin eins og kölkuð gröf og draugslegur andi bak við alla starfsemi hennar. Loga ógnar þetta andrúmsloft, sér ekki annað en vélbrúður, finnur engin mannleg tengsl, enga mannlega snertingu við neinn atburð. „Dauði og slys og afli lagt að jöfnu“. „Sú óhamingja var ekki til sem varð ekki eins og veðurfregn í blaði.“ Hann komst á þá skoðun að blöð væru „stærsti kirkjugarður mannlegra tilfinninga ...“ Eins drukknar í þessari kölkuðu gröf hver mannleg hugsun. „Logi tók eftir að Stefnir var að tala við hann. En orðin týndust í salnum — eins og þeim væri stolið. Pappírinn þyrsti í hvert orð en svelgdist á hugsununum ... Hérna var það blandað — sljóvgun- areitrið." í stytztu máli sagt: allt missir mannlegt gildi, mannlegan eiginleik, því að markmið Blaðsins er það eitt að ná pólitísku valdi yfir hugum lesenda, ákveða skoðanir þeirra eftir hagsmunum flokksins er á bak við það stendur. Lesendur eru ekki annað en leir sem Blaðinu er ætlað að móta eftir geðþótta, rækta hjá ákveðin sjónarmið án minnsta tillits til hvað sé rétt eða rangt, heldur má þar öllu snúa öfugt, eins þó að varði líf og frelsi þjóðarinnar. NATO er friðarbandalag af því að flokkurinn styðst við það, hersetan þjóð- arnauðsyn vegna þess að hún er bakhjallur að valdi og auðlegð flokksins. Augu Loga opnast fyrir þeim svikráðum við þjóðina sem er dagleg iðja þessarar stofnunar og valdsins á bak við hana. Raktir eru þræðir Blaðsins til herstjórnar setuliðsins. „Hér vinna menn með hersetunni“, er einn blaða- maðurinn, Baldur, látinn segja, sá er síðar finnst hengdur í kjallara hússins með leyniskjöl um staðsetningu kjarnorkuvopna á Islandi inni á sér. Hjá Loga verður hver áreksturinn af öðrum við ritstjórnina, er sníður til að vild greinar hans sem annarra blaðamanna. Hann fær æ meira ógeð á starfinu, og stekkur burtu. í starfi sínu við Blaðið hefur Logi jafnframt kynnzt borgarlífinu, þar sem honum finnst leggja ís að hjartanu. „Það var eins og allir væru að flýta sér að deyja .. . Allir voru að fela sig fyrir öðrum. Kannski til að fela sig fyrir sjálfum sér. En það hlaut að vera vegna þess að þeir þekktu sjálfa sig og fyrirvörðu sig.“ Dregin er upp mynd af kosningadegi, af skemmtanalífi, af 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.