Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 28
Tímarit Máls og menningar mannsins sjálfs á jörðinni. Höfundur vill vekja þjóðina af svefni, ekki aðeins af svefni sljóleikans fyrir framtíð sjálfrar sín, heldur kæruleysisins um örlög annarra, tilfinningaleysisins fyrir mannlegri velferð, mannlegri virðingu. Að vera skáld er í augum Loga að vera kvika sem skelfur við hræringar lífsins. I viðtali við Svölu undir sögulok segir hann: „Fólk finnur ekki til þess þótt helmingur fæddra barna deyi úr sulti — hara ef það og afkvæmi þess hafa nóg að éta og eru ekki sprengd í sundur. Þetta er það sem ég á við með vöntun á vídd í tilfinningalífið. Það getur kvalizt af því að sjá lítið barn verða undir bíl fyrir framan nefið á sér, en ef sprengjum er varpað á skóla í Asíu eða Afríku þá segir það — skelfilegt — og heldur áfram að vera jafn ánægt eða réttara sagt sljótt ...“ Stúlkan svarar: „... Heimurinn er fullur af morðum og óréttlæti — og það getur engin venjuleg manneskja haft tilfinningu fyrir öllu ...“ Logi vill ekki viðurkenna þetta og segir: „Ég finn svona til.“ „Þessvegna ertu skáld,“ greip hún fram í .. . „Þá verða allir menn að verða skáld,“ sagði hann, „ef það er það eina sem getur skapað þessa vídd eða þetta næmi.“ „Nei,“ sagði hún, „skáld á að halda þessari tilfinningu vakandi meðal fólksins. Þá vaknar það til vitundar og hefst handa einn góðan veðurdag — í veruleikanum, ekki skáldskap.“ 6 Svört messa eftir Jóhannes Helga er sú eina af þessum skáldsögum sem ekki gerist í Reykjavík, heldur á eyju við Islandsstrendur, í sjávarþorpi. Les- endur hafa höfuðborgina í fjarska og sjá þjóðfélagið frá sjónarhóli lands- byggðarinnar. Um söguna leikur ferskt andrúmsloft náttúrunnar. Ein aðalpersóna Svartrar messu, skáldið Murtur, hefur leitað uppi frið- sælan stað, þessa afskekktu eyju, til að skrifa skáldsögu. Hann heillast af fólki og náttúru, teygar að sér ilm lyngheiðarinnar, skeiðar fjörusandinn, lætur sjóinn og brimið og alþýðufólkið magna sig krafti og stendur í bókar- lok sem fagnandi drengur á ströndu er lokið hefur miklu verki. Staðurinn her nafnið Lyngey. Lyngið kemur mikið við sögu. „Fuglar og bláklukkur, þursaskegg og gullmura; sjón er að sjá, grasið sprettur og lyngið ilmar; lyng sem dó í fyrra er að lit og áferð eins og brennt silfur í rótinni og þefur moldarinnar er rammur af því það rigndi í nótt ...“ „. .. Eftir stundarkorn er hann með allan hugann við litbrigði Mánafjalls. Það er fjólu- blátt og glitrar á klakann í hlíðunum. Yfir því logar stjarna ...“ 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.