Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 32
Tímaril Máls og menningar honum til að ofþenja, svo mikill er móðurinn. Þó á hann til að fara hratt yfir og vera hófsamur í orðum, það sýnir bezt ástaræfintýrið með sýslu- mannsfrúnni. Stíllinn ber svipbrigði þeirra andstæðna sem í verkinu búa: er aðsópsmikill og óbilgjarn í ákæru, en breiðir úr sér með lýriskum unaði í náttúrulýsingum og gefur rómantíska mynd af persónum eins og Úlfhildi Bj örk. Það er brim og stormur í þessari skáldsögu Jóhannesar Helga. Hann þrum- ar sem heitur vandlætari yfir lýðnum, og fer eins og í Messunni á Mosfelli að „margt sómafólk verður illa statt í kirkju hjá hreinskilnum klerki.“ Höf- undur leiðir fram margar persónur, hvern fulltrúa alþýðu af öðrum til ákæru á skinhelgi þjóðfélagsins, „lygavefinn", á hernámið og yfirstéttina, á land- stjórnina upp til æðsta manns, af sannleiksþunga, ferskum og heitum ádeilu- krafti, þrumandi raust sem ekki hefur heyrzt í skáldskap á íslandi frá því Þórbergur og Kiljan voru á sínu brattasta skeiði, nema þá í ljóðum Jóhann- esar úr Kötlum sem stöðugt hefur hert róðurinn og eins og fengið hér kröfu sinni framgengt er hann segir: Ég krefst þess að vökumenn slái trumbur. Jóhannes Helgi tekur ekki leiðtogana eina til bæna, heldur deilir á þjóð- ina sjálfa fyrir sofandahátt og kæruleysi, varðandi stjórnarfarið og hernáms- málin fyrst og fremst. Liðsforinginn er látinn segja við prestinn: „En örlæti þjóðar yðar á unglinga sína handa hermönnum okkar skiljum við ekki . .. og sízt af öllu skiljum við ábyrgðarleysi og hirðuleysi foreldra um dætur sínar. Ég hef víða starfað í heiminum og þekki engin sambærileg dæmi.“ Læknirinn segir: „Það er orðin ástæða til að bera kvíðboga fyrir framtíð þessarar þjóðar séra Bernharð; allir hlutir sem skipta máli eru orðnir tabú. Það er þegjandi samkomulag um að láta allt drasla.“ Hinn forneskjulegi Klængur sem hefur „á hraðbergi mestallan kveðskap þjóðarinnar frá land- námstíð“ segir: „Þetta er sú forusta sem þið verðskuldið og hafið kallað yfir ykkur ... Þið eruð að græða peninga, þið eruð að svíkja og pretta og kyngið hverri lygi Kvöldblaðsins eins og væri hún steik.“ Murtur gengur frá dunandi dansi og hljómlist út í sumarnóttina „á vit uppsprettunnar“ og hlustar: „Unga brjálaða þjóð. Þú stefnir skipi þínu í strand . . . Bóndinn verkamaðurinn iðnaðarmaðurinn flugmaðurinn sjómaðurinn. Enginn eygir lengur æðri tilgang með starfi sínu. Þeir hafa verið sviknir ... Æðsta varzla og forsjá þín gengur með betlistaf um heiminn.“ Svört messa hefur sína táknmynd eins og Borgarlíf: brunalúður. „Þetta var ævagömul smíð og fornfáleg.“ Þegar Murtur steig á eyna kom hann auga á hann „bak við glerið á rauða kassanum á húsvegg Rituklappar.“ Hann segir 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.