Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 37
Bókmenntaárið 1965 sem Sigurður Líndal hæstaréttarritari flutti á hátíðisdegi stúdenta 1. des. sl. eru vandamál íslenzks þjóðernis og íslenzkrar þj óðmenningar tekin til vitur- legrar íhugunar. Sú ræða hefur vakið þj óðarathygli og á skilið að undir hana sé tekið hvarvetna. Hann ber fram þá samvizkuspurningu fyrir þj óðina, hvort Islendingar vilji raunverulega varðveita þjóðerni sitt og þjóðmenningu og þá hversvegna? Hann ræður af opinberum umræðum að þau mál er mönnum séu raunverulega hjartfólgin „eru ekki málefni, sem lúta að varðveizlu þjóð- ernis og þjóðmenningar.“ „í stað þess mótast allar umræður á íslandi af ein- hvers konar lífsþægindafrekju og lífsþægindagræðgi langt umfram allar eðli- legar þarfir.“ „Nákvæmlega sams konar sljóleiki fyrir þjóðerni og þjóðmenn- ingu kemur fram, þegar litið er á framkvæmdir í þj óðfélaginu. Sérhver menn- ingarþjóð á sér margar sameiginlegar stofnanir, byggingar og önnur mann- virki, sem mynda eins konar ramma utan um þjóðmenninguna, og oft verða sem tákn þj óðfélagsins eða þeirrar þjóðar, sem hlut á að máli. Athyglisvert er, þegar þetta er haft í huga, hversu lítil rækt er lögð við slíkar stofnanir á íslandi, — hvort sem um er að ræða menningarstofnanir eða ríkisstofnanirn- ar sjálfar . . .“ Síðar segir hann: „Meginvandi íslenzkra þjóðernismála nú þessa daga er öllu öðru fremur bundinn við þá staðreynd, að erlendu stór- veldi hefur tekizt að smeygja sér inn í íslenzkt þjóðfélag með áhrifamesta' áróðurstæki nútímans og þannig gerzt nærgöngulla við allt menningar- og þjóðlíf landsmanna en dæmi eru til áður og á ég hér við sj ónvarpsrekstur Bandaríkjamanna hér á landi.“ Og loks bendir Sigurður Líndal á forystu- leysi þjóðarinnar, telur að öll hugsun forystumanna og öll ræða þeirra snúizt um „tímabundin og meira og minna tilgangslítil lífsþægindi tiltekinna hags- munahópa í þjóðfélaginu.‘“ „Og hér er þá“, segir hann, „komið að einum meginvanda íslenzks þjóðfélags, sem lýtur ekki eingöngu að þjóðernis- og þjóðmenningarmálum heldur hefur áhrif meira og minna á allt þjóðlífið. Þessi vandi er sá, aS Islendingum hefur ekki enn tekizt að skapa sér þjóðar- forystu.“ 9 í Bréfi til Láru sagði Þórbergur Þórðarson: „Það er auðvaldsskipulagið sem er að drepa ykkur. Og það drepur ykkur, ef þið rísið ekki gegn því.“ Þessi orð voru vissulega sönn á þeim tíma er þau voru sögð. Auðvaldið hafði þá fyrir skömmu hleypt heiminum í styrjaldarbál sem kostaði miljónir manna líf og limi. En hversu margfalt er þó sannleiksgildi þeirra í dag eftir ennþá fórnfrekari heimsstyrjöld, eftir fasisma, gasklefana, útrýmingarstöðvar 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.