Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 68
Tímarit Máls og menningar 5 Þeir tóku daginn snemma, heimtuðu seðla á skrifstofunni, því þeir voru þyrstir og ball í kvöld. Stúlkan sagði það væru engir seðlar til. Það væri nýbúið að borga fólkinu út. Gátu þeir ekki komið á morgun. Þeir spurðu hvesslags náútgerð þetta væri, engir seðlar. Fór skuldakóngur- inn kannske með kassann í gær. Þá glotti stúlkan. Þeir þjörkuðu góða stund, hótuðu uppsögn unz forstjórinn kom og fleygði fimmhundruðkalli í hvern þeirra. Það var biðröð á pósthúsinu út á götu, brennivínsandlit á flestum. Þeir létu soðninguna lönd og leið, hófu drykkjuna og kytran dunaði af söng og glaumi. Það var ruddi í honum, dökkar skýjahrannir í hafi og ekki sj óveðurslegt. Þeir fóru á ballið um kvöldið. Það var þá sem Karl Jóhann náði sér í stelpu. Hún var nýkomin úr sveit- inni, hafði ekki hleypt heimdraganum fyrr. Hún var dálítið stirð í dansi. En hver tók eftir því í þrengslunum. Félagarnir hurfu í hringiðuna og þegar hleypt var út, var hún ennþá hjá honum. Það var þröng fyrir dyrum, skæruhernaður og heitingar. Hann náði í káp- una hennar, ruddi þeim braut út á götuna. Það hafði fryst og slabbið orðið að þunnu hemi, sem brast undir fótum þeirra. Úrsynningurinn hafði lækkað seglin og jökullinn uppi í fasta landinu glóði í tunglskininu. Nokkrir formenn biðu sjóbúnir fyrir utan og gripu menn sína glóðvolga. Húsin í nágrenninu bergmáluðu af söng, slagsmálum og fótataki. Og í því þau ætla yfir götuna áleiðis að flökuninni þar sem hún náttaði sig er klappað á öxl hans. Ræs, Kalli! Það var eins og að fá yfir sig úr fullri vatnsfötu að óvörum, enda varð hann ókvæða við. En kallinn var ekkert annað en blíðan, sagðist einu sinni hafa verið ungur. Fylgdu stúlkunni þinni heim Kalli minn. Við erum hvort sem er orðnir á eftir tímanum. Hann kyssti hana úti fyrir flökuninni í tunglskininu og hún sagðist vonast til að sjá hann seinna. 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.