Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar Þú ert sá fyrsti, sem segir það, sagði hún. Þegar ég var telpa kölluðu krakkarnir mig gilitrutt. En það kom ljómi í augu hennar og hann vissi að henni þóttu orð hans góð. Hvernig hafði henni líkað ballið? Svona lala, sagði hún. Ekki betur. Nei, það hafði verið svo snubbótt. Hún sat karlvega á kolli fyrir framan hann og andaði brjóstunum út í þunna peysuna. Seztu hjá mér elskan, bað hann og kjassaði sængina með hendinni. Það fer vel um mig svona, sagði hún. Betur ef þú kæmir til mín, sagði hann. Hún settist hj á honum eftir nokkrar mótbárur og hár hennar strauk vanga hans. Um nóttina gaf hún sig honum. Hann varð undrandi og glaður er hann fann að enginn hafði átt hana áður. A eftir lágu þau hlið við hlið, töluðu saman hljóðlega og hann fann kyrrlátan svala streyma til sín frá henni. Nú fyrirlíturðu mig, sagði hún og lagði niður gælurnar í hári hans. Afhverju ætti hann að gera það? Ég gerði það, sagði hún. Strákum geðjast ekki til lengdar að leiðitömum stúlkum. Þú ert ágæt, sagði hann. Þau héldu áfram hlj óðskrafinu í nóttinni og þegar öll umræðuefni voru þrotin, aðeins ilmur þess sem hafði gerzt, hlustuðu þau þögul á þramm hús- varðarins úti á ganginum. 7 Morgunn Hægt, hægt silast birtan undan gluggatjaldinu, fikar sig eftir gólfinu, upp veggina unz allt rennur saman í eitt. Stúlkan er ekki vöknuð. Hún sefur með hendur undir kinn. Andardráttur hennar er djúpur og rór. Þegar hann kemur út er bærinn að rumska, fólk á leið í vinnuna með kaffi- flöskur og bita, nokkrir trillukarlar með stampa á vagni. Austanstorminn hefur hægt, en himinn skýjaður og ylgja við kletta. Hann reikar góða stund um bryggjur og horfir á flotann spegla sig í höfn- inni. Særinn er moraður, en þarna af bryggj ubrúninni sér hann dökka þúst á botni sem sker sig úr grágrænum sandinum. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.