Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 77
Tíu á Höfðanum Á bylgjunni er væll í mörgum, aðrir íbyggnir og má greina í hljómi radd- arinnar, að þeir eru að fá’ann þótt þeir berji sér. 0, maður kannast við þetta, segir kallinn. Þeir afla bezt, sem væla mest. Það er eins og þeir fylli á landleiðinni. Sjálfur hefur hann tækið opið, drekkur í sig fréttirnar með uppáhellingn- um og vælir meir en nokkur annar. Það varð uppi fótur og fit þegar þeir komu að. Þeir sem höfðu tekið dallana um borð, fleygðu þeim aftur í land, heimtuðu smiði og bjuggust til neta. Verstöðin, sem fyrir nokkru hafði hamað sig í veðurham dægranna, iðar nú öll af lífi. Ljós fiskiðjuveranna speglast í kyrri höfninni og loftið titrar af vélagný. Hann hittir stúlkuna í kvöldmatarhléinu. Hún var í hvítum sloppi, sem féll þétt að grönnum líkama hennar, með hátahúfu á höfðinu og andlit hennar ljómaði er hún leit hann. Hún hafði þekkt bátinn. Mikið var hann hlaðinn. Hún hafði verið hrædd um hann sykki. Það er ekki mikil hætta á því, sagði hann. Blíða um allan sjó. Það verður unnið til miðnættis, sagði hún og þrýsti armi hans. Ekki veitir af. Það var glettinn tónn með angurværum undirhljóm í rödd hennar. Það er allt svo dýrt og ef ég væri svo eins og ég held. Hann fékk hrísling um sig. Hvað var hún að fara? Kannske var það bara hugarburður. Er eitthvað að? spurði hann eftir langa þögn. Veit það ekki. Það er kannske hetra hann viti það strax. Hún hafði aldrei verið svona einkennileg, óglöð og svimagjörn. Það voru þó nokkrir dagar komnir yfir hennar venjulega tíma. Kannske var það bara vinnan, vökurnar og skarkalinn. Hún var ekki vön svona hávaða. Þú segir ekkert, sagði hún því hann var óvenju þögull. Hvað er hægt að segja? Ertu ekki glaður? Yfir hverju? Ef ég væri svona. Vertu ekki að þessu bulli. Augu hennar dökknuðu í myrkrinu og hönd hennar dróst úr olnbogabót hans. Jæja, þú tekur þessu þá svona. Hún stóð stíf fyrir framan hann og andlit hennar var kalt og fölt í kvöldinu. 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.