Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 78
Tímarit Máls og menningar Þú ætlar kannske að neita. Vertu ekki með þennan barnaskap, sagði hann. Kysstu mig. Hún kom aftur til hans, hjúfraði sig að honum þar til tímamerki hrað- frystistöðvanna sleit þau í sundur. Hann var svo viðutan og úti á þekju þegar hann kom um borð að strák- arnir höfðu orð á því. Hvað var að sjá hann? Sjá mig? Þú ert eins og útburður. Var hún nú að segja þér upp skutlan? Þeir höfðu lokið löndun og óðu um lúgarinn eins og hvalir illa smúlaðir og slorugir, rifu í sig kostinn eins og úlfar. Hann blóðlangaði til að hreyta í þá, segja þeim að andskotast upp og smúla sig betur. Hann hafði þrifið allt til á landleiðinni og loks var sjáan- legt að hér var mannabústaður. En nú var lúgarinn likastur svínastíu. En stýrsi tók af honum ómakið. Andskotans drullusokkar getið þið verið, strákar. Afhverju hengið þið ekki upp af ykkur stakkana? Hvar er stakkageymslan ? Það var Anton, sem spurði. Hér eru nógir snagar, sagði stýrsi. Ekkert mjálm. Þetta er það eina, sem þú getur sagt, Jói, sagði Anton. Ekkert mjálm. Það eina, sem ég krefst af ykkur, strákar mínir, er að þið gangið eins og menn um þessa vistarveru. Þetta er okkar heimili á sjónum. Hér eigum við að éta og sofa. Það er því ekki til of mikils mælzt að þið vaðið hér ekki um eins og svín. Eða hvað finnst ykkur sjálfuin? Þeir samþykktu það allir utan Anton. Þið þessir yfirmenn sem eigið að heita eru ekki hótinu betri. Andskotans drulluháleistar frá toppi til táar. Ekkert annað en hrokinn og röflið og hafið þó ekki nema punginn. Þér ferst Sámur að gelta, sagði stýrsi. Þú sem ekki bættir á línuna. Jæja, sagði Anton. Bætti ég ekki á. Nei, sagði stýrsi. Þú ert það mesta helvítis ídjút, sem skríður á jörðinni. Svona kallar eins og þú og þínir líkir, ættu að flengjast á almannafæri. Það var ekki nóg þú svikir sjálfan þig, heldur einnig félaga þína og útgerð- ina, enda skáru þau sig úr bjóðin þín, aldrei á þeim branda. Eftir sennu þessa var þögn í lúgarnum og grunnt á því góða milli þeirra félaganna. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.