Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 96
Tímarit Máls og menningar grundvallar við æfingarnar. Oldungis burt- séð frá því þótt þessar staðsetningar séu leikstjóranum ekki tamar og þó honum sé félagslegt hlutverk þessarar frásagnar lok- uð bók eða jafnvel á móti skapi — það er naumast seinna vænna að taka einnig upp í leikhúsinu vinnuaðferðir í samræmi við þá tíma, sem við lifum á, samvirk vinnu- brögð, sem nýti fengna reynslu. Við eigum að stefna að sífellt nánari lýsingu veruleik- ans, það er að segja, fagurfræðilega séð, sífellt næmari og kraftmeiri frásögn. Þetta gerist með þeim einum hætti að við notum okkur unninn árangur; en vitaskuld má ekki láta þar við sitja. Breytingar á módel- inu, sem aldrei má gera í öðrum tilgangi en þeim að eftirmynd veruleikans verði ná- kvæmari, fjölþættari, hugmyndaríkari og vænlegri til áhrifa á sjálfan veruleikann, verða ekki nema öflugri, séu þær andstæða þess sem fyrir var — það skilja þeir sem þekkja díalektík.“ Þannig má það Ijóst vera hverjum þeim, sem um þessi mál hugsar að frammi fyrir verki eins og „Mutter Courage“ á leikhúsið varla nema um tvær leiðir að velja. Önnur er sú að halda sér fast í gamla lagið, leika ósjálfrátt fyrir áhorfenduma „sína“ en láta realistískt innihald verksins lönd og leið. Þetta verk er svo frábrugðið að tæknibygg- ingu og tæknibyggingin svo órjúfanlega tengd byltingarkenndu innihaldi verksins, að öðru verður aldrei hafnað og hitt tekið. A þessu byggist líka hinn möguleikinn: að leggja út í ævintýrið, meðtaka byltingar- kennt innihald verksins og hella sér út í þær nýju vinnuaðferðir, sem sá skilningur krefst og hlíta forsögn módelsins, sem mörgum kunnum leikara hefur þegar laun- að ærið erfiði með nýrri sýn á starf sitt og ómetanlegri ánægju þess að hafa tileinkað sér nýja tækni. Ærið erfiði segi ég, því slík vinnubrögð krefjast varla undir fjög- urra til sex mánaða æfingartíma. Loks er svo þriðja leiðin, sem er enn auðveldari en sú, sem fyrst var nefnd — semsé að láta þessháttar leikhúsverk í friði. Nú hafði Þjóðleikhússtjórinn okkar tjáð okkur fyrir milligöngu dagblaðanna, að loks hefði eftir langa leit um Evrópulöndin mörg og stór, tekist að finna leikstjóra, sem um reynslu, þekkingu og vitsmuni hefði það atgerfi, sem til þarf að leysa jafn vandasamt verk. Reyndist þetta vera Walter Firner, góðkunningi leikhúsgesta um ára- hil. Svo sem til að fullvissa þá, sem enn ekki skulduðu honum ánægjustund, um ó- tvíræði valsins, hafði hann sent dagblaðinu Þjóðviljanum bréfkorn þess efnis, að hann væri húinn að setja upp Túskildingsóperu Brechts í Vín og Bonn; þetta elskulega hréf sendi maðurinn blaðamanniuum vegna þess að hann vorkenndi honum heimskuna — blaðamannsauminginn hafði semsé ekki skilið jafn einfaldan hlut og það hvemig „Ótti og eymd þriðja ríkisins" komst á svið í París þrem árum áður en Firner þessi horfði á höfundinn gera uppkastið að því verki vestur í Bandaríkjunum. Svona geta menn verið smámunasamir og durgs- legir við úttlendinga. Bót í máli að aðal- leikkonan hafði þó komið fram í útvarpi og sagt að Firner hefði hjálpað sér mikið við hlutverkið og sér væri alveg sama þó hann hefði aldrei tekið í höndina á Brecht. Maður er semsé nokkuð eftirvæntingar- fullur í sætinu sínu í Þjóðleikhúsinu að bíða eftir því að tjaldið fari frá. Hvernig skyldi þetta verða? Leikstjórinn er svo hæ- verskur, að hann hefur ekki látið geta um Túskildingsóperuna eða neitt annað verk eftir Brecht í ævisögunni sinni í leik- skránni, samt hefur hann samið hana mik- ilstil upp á nýtt frá því sem var f leik- skránni með Andorra. Hvaða leið skyldi hann fara? 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.