Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 9
Siðleysi velgengninnar
og síðan ríkari. En nú á dögum er
hinn samfélagslegi vettvangur auðg-
unarhvatarinnar allur annar en fyrr-
um. Þegar efnahagslegar og stjórn-
málalegar stofnanir voru smáar og
dreifðar — eins og til að mynda á
dögum Jeffersons — var enginn þess
megnugur að braska með almannafé
í eigin þágu svo að nokkru næmi. En
þegar slíkar stofnanir eru í senn sam-
tengdar og umfangsmiklar eins og nú
er, gefa þær mönnum yfrin tækifæri
til að maka krókinn.
Siðleysi velgengninnar er þó ekki
fremur bundið við stjórnarskrifstof-
ur en kaupsýslustofnanir. Stjórnmála-
menn eru því aðeins örlátir á fjár-
hagsleg fríðindi, að fjármálamenn
séu fúsir að veita þeim viðtöku. Og
fjármálamenn leita þvi aðeins eftir
pólitískum fríðindum, að til séu
stjórnmálamenn, sem geti veitt þau.
Að vísu lenda athafnir stjórnmála-
mannanna oftar í sviðsljósi frétta-
mannsins, en það er mjög að von-
um. Almenningur gerir ákveðnar
kröfur til opinberra starfsmanna og
verður því fyrir vonbrigðum, ef út af
bregður. Kaupsýslumenn eru hvort
sem er taldir skara eld að sinni köku,
og ef þeim tekst að halda öllu á þurru
lögfræðilega séð, eru Bandaríkj amenn
fúsir að heiðra skálkinn. En í þjóð-
félagi, sem er jafn gegnsósað af kaup-
sýsluhraski og Bandaríkin, taka
starfsaðferðir kaupsýslunnar einnig
til stjórnsýslunnar, ekki sízt þegar
haft er í huga, hversu margir kaup-
sýslumenn eru sjálfir stjórnmála-
menn. Hversu margir myndu þeir
framkvæmdastjórar á stjórnarskrif-
stofum, sem kærðu sig um að berjast
fyrir setningu laga, sem krefðust ná-
kvæms opinbers uppgjörs og endur-
skoðunar á samningum um fram-
kvæmdir og á „kostnaðarreikning-
um“? Háir skattar hafa leitt til leyni-
samninga milli stórra fyrirtækja og
starfsmanna í háum opinberum emb-
ættum. Það eru til margar hugvit-
samlegar leiðir til að sniðganga
skattalögin, og neyzlukvarðar margra
peningamanna eru fremur ákvarðað-
ir af flóknum kostnaðarreikningum
en launum einum saman. Það er með
skattalöein og reglugerðir á stríðs-
tímum eins og vínbann, að þau eru
án stuðnings í traustri viðskiptahefð.
Það er að vísu ólöglegt að brjóta slík
lög, en talið snjallt að komast upp
með það. Lög sem ekki eru í tengsl-
um við siðgæðishefðir bjóða heim
afbrotum og stuðla að myndun and-
siðgæðislegra viðhorfa.
Þjóðfélag sem í augum þegna
sinna í áhrifastöðum og í millistétt er
fyrst og fremst net snjallra fjárplógs-
aðgerða, skapar ekki menn með innri
siðgæðisvitund; þjóðfélag sem grund-
vallast á sjónarmiðum einkagróðans,
skapar ekki samvizkusama menn.
Þjóðfélag sem miðar „velgengni“
við dugnað til fjáröflunar og kallar
vanhæfni til slíks löst allra lasta og
311