Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 15
um valdasviðum, og skipuðum þeim í eina röð. Síðan myndum við velja aðra hundrað meðal þeirra, sem hafa til að bera mesta þekkingu, af öllum sviðum vísinda og fræði- mennsku, og skipuðum einnig þeim í eina röð. Hversu margir myndu þeir vera, sem ættu rétt til stöðu í báðum röðum? Auðvitað myndi val okkar mjög markast af því, hvað við eigum við með valdi annars vegar og þekkingu hins vegar, og þó eink- um hvað við eigum við með þekk- ingu. En ef við eigum við það, sem orðin virðast merkja, myndum við með vissu finna fáa eða enga menn í Bandaríkjum nutímans, sem gætu tilheyrt báðum flokkum, og jafnvíst væri það, að miklu fleiri slíka hefði mátt finna á þeim tíma, er Bandarík- in voru stofnuð, heldur en nú. Á átjándu öld sóttust valdamenn í þeim nýlenduútkjálka, sem Bandaríkin voru þá, eftir lærdómi og vizku, og slíkir menn komust oft í valdastöður. Ég tel engum vafa undirorpið, að í þessum efnum hafi Bandaríki Norð- ur-Ameríku sett alvarlega ofan. Sameining þekkingar og valds er næsta fátíð hjá sama manni á okkar dögum, en valdamenn vilja þó, er þeim hentar, geta leitað aðstoðar manna með nokkra þekkingu eða að minnsta kosti með reynslu í meðferð vandasamra mála. Kunnáttumaður- inn situr vissulega í engu hásæti, en hann er þó alltént ráðgjafi, þótt hann Siðleysi velgengninnar svo þjóni undir mann, sem hvorki hefur konungstign né vitringsnafn. Það er þó engan veginn regla, að menn sem hafa þekkingu hafi sam- skipti á starfsferli sínum við menn, sem fara með vald. Tengsl háskóla og ríkisstj órnar eru óljós og veik og gætir einkum í notum ríkisvaldsins fyrir sérfræðinga, sem eru þá ráðnir og þiggja laun fyrir, en í bandarísku þjóðfélagi jafngildir það í rauninni því að vera ekki frjáls gerða sinna, þar sem nauðsynleg forsenda þess að komast áfram í starfi er einmitt að verða sér úti um velvild þeirra sem mikils mega sín. Af því leiðir, að menntamenn í þjónustu ríkisvaldsins og annarra valdaklíkna eru háðir menn og bundnir í báða skó. Lýðræðislega sinnaður maður veit að sjálfsögðu af tilveru almennings og fullyrðir gjarnan, að æðsta valdið sé hjá Hinum almenna kjósanda. Tvennt er lýðræði nauðsynlegt: al- menningur sem er vel að sér og greinargóður, og stjórnmálaleiðtog- ar sem eru sæmilega ábyrgir gerða sinna gagnvart slíkum almenningi. Aðeins þar sem vökul þekking og ábyrgð einkenna almenning og leið- toga hans er líf og starf þjóðar með lýðræðisbrag. Og aðeins þegar hugs- un manns er sjálfri sér ráðandi, ó- háð ytra valdi, en þó í sterkum tengsl- um við það, er hún nokkurs megnug að móta mannleg efni. Slíkt er því aðeins mögulegt, að almenningur sé 317
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.