Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 17
ann var nýlega spurður um álit sitt á
gagnrýni formanns stjórnarandstöð-
unnar á stefnu í varnarmálum, svar-
aði hann: „Haldið þér, að hann sé
sérfróður um þetta mál?“ Þegar
fréttamenn æsktu nánari skýringa,
fullyrti ráðherrann, að „herforingj-
arnir telja ráðstafanirnar skynsam-
legar, og ég tel þær skynsamlegar“,
og síðar, þegar hann var spurður um
nokkur sérstök atriði, bætti hann
við: „I sumum tilvikum er einungis
hægt að spyrja Guð almáttugan
ráða“. (The Neiv York Times, 10.
marz 1954). Þegar guði og sérfræð-
ingum er fengið svo mikið hlutverk,
livaða rúm er þá lengur fyrir stjórn-
málalega forustu, hvað þá almennar
umræður um efni sem þetta, sem þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er ekki
síður pólitískt og siðferðilegt en
hernaðarlegt. Það er staðreynd, að
frá því fyrir árásina á Pearl Harbour
liefur verið stefnt í Bandaríkjunum
að afnámi almennra umræðna og
markleysi stj órnarandstöðunnar und-
ir merkjum tvíflokkaeiningarinn-
ar.
Þessi stefna hefur leitt til þess, að
þegar mikilvægar ákvarðanir vald-
hafanna eru kynntar, er hvorki ætl-
azt til þess að þær séu réttlættar né
gagnrýndar, í stuttu máli sagt: al-
mennar rökræður um þær eru taldar
óviðeigandi. Oft er ekki einu sinni
nein tilraun gerð til þess að réttlæta
þær af hálfu ákvörðunarvaldsins.
Siðleysi velgcngniniiar
Blaðamannafundir koma í stað rök-
fastra umræðna, hagræðing og vald-
boð koma í stað lýðræðislegrar máls-
meðferðar. Frá því á nítjándu öld
hafa úrslitaákvarðanir naumast verið
hertar í eldi skynsamlegra umræðna,
heldur verið teknar einhliða af Guði,
sérfræðingum og mönnum eins og hr.
Wilson.
Leynd yfir athöfnum ríkisvalds-
ins fer sívaxandi, auk eftirlits á laun
með þeim, sem gætu blaðrað opin-
berlega um það, sem ósérfróður al-
menningur má ekki vita. Allar á-
kvarðanir varðandi framleiðslu og
notkun kjarnorkuvopna hafa til að
mynda verið teknar án þess að um
þær væri fjallað í ósviknum umræð-
um á almennum vettvangi, og stað-
reyndum, sem þarf að vita til þess að
geta rætt um málið af skynsemi, hef-
ur verið haldið leyndum ellegar
breytt í blekkingarskyni. Eftir því
sem ákvarðanirnar verða örlagarík-
ari, ekki aðeins fyrir Bandaríkja-
menn sjálfa, heldur og gervallt mann-
kyn, verða upplýsingar um þær stöð-
ugt vandfengnari, og jafnvel ákvarð-
anirnar sjálfar taka að flokkast und-
ir „ríkisleyndarmál.“
Jafnframt þessu virðist almenn
upplýsingaþjónusta ríkisvaldsins
færast á æ lægra stig andlega og
menningarlega. Líklega verður hún
hvað lágkúrulegust í því viðhorfi
sínu, að tortryggni og ákæra geti
jafngilt sönnun að sök — ef aðeins
319