Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 18
Tímarit Máls ug menningar nógu vel sé alið á tortryggninni, á- kæran endurtekin nógu oft, — rétt eins og endurteknar staðhæfingar um ágæti tannkrems eða sígarettutegunda eru taldar jafngilda staðreyndum. Sú tegund bandarísks áróðurs, þar sem hæst er haft og mest hamazt, er áróður sölumennskunnar fyrir sápu, sígarettum og bifreiðum; það er um þessa hluti eða réttara sagt Nöfn þeirra, sem bandarískt þjóðfélag syngur háværustu lofsöngva sína. Það sem mestu skiptir í þessu sam- bandi, er að allur þessi óhemjulegi og furðulegi áróður fyrir söluvarn- ingi er oft ósannur og villandi með ýmsum hætti og minnir frekar á vel útilátið högg í kviðinn en skírskotun til höfuðs eða hjarta. Samhand á- kvörðunarvaldsins og atkvæðaveið- aranna við almenning fær meir og meir svip af þeirri andlegu örbirgð og goðsagnasköpun, sem einkennir auglýsingaáróður sölumennskunnar. í Bandaríkjum nútímans eru um- svifamennirnir kreddufastir að sama skapi og þeir eru andlega örbirgir. Kredda hefur venjulega verið mis- jafnlega útfærð réttlæting tiltekinna hugmynda eða gilda og hefur þess vegna borið nokkur merki hugsunar og skynsemi (sem að vísu eru ó- sveigjanleg og takmörkuð). Það sem við stöndum andspænis nú á tímum er aftur á móti alger skortur á hvers konar hugsun sem virku afli á opin- berum vettvangi; það sem við horf- umst í augu við er algert áhugaleysi eða ótti við þekkingu sem gæti skír- skotað til almennings og leyst hann úr læðingi. Slíkt ástand opnar aftur greiða leið fyrir ákvarðanir, sneydd- ar allri skynsamlegri réttlætingu, sem gæti skírskotað til greindar og rök- hugsunar. Það er samt ekki hinn grófi skyn- semisskortur pólitískra steinaldar- manna, sem nú ógnar Bandaríkjun- um, heldur virðulegir úrskurðir og ákvarðanir ráðherra ríkisins, ein- lægnisleg flathyggjuspakmæli forset- anna, ógnvekjandi sannfæring hinna ungu stjórnmálamanna hinnar sól- ríku Kaliforníu um eigin dyggðir og ágæti. Þessir menn láta margtuggna lágkúruspeki koma í stað hugsunar, og kreddurnar sem styðja þá eru svo almennt viðurkenndar góðar og gild- ar, að ekkert andvægi í formi hugs- unar megnar að standa gegn þeim til lengdar. Slíkir menn eru gerviraun- sæismenn; í nafni raunsæis skapa þeir eigin sýndarveruleik, sem þeir lifa og hrærast í; í nafni hagkvæmni- stefnu boða þeir tálmynd kapítalism- ans. I stað ábyrgrar túlkunar atburða sýna þeir þá í dulargervum gegnum net fréttamiðlanna; í stað virðing- ar fyrir opinberum umræðum að- hyllast þeir grófar hugmyndir um sálfræðilegan hernað gegn meðborg- urunum; í stað getu til hugsunar skara þeir fram úr í meðalmennsku; í stað vilja til að leita nýrra leiða og 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.