Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 22
Timarit Máls og menningar
fest af hinum alvörumeiri í hópi þess
íólks, sem finnst þaff vera fulltrúar
Bandaríkjanna erlendis. Þar kemur
tvieðii hinnar bandarísku velgengni-
dýrkunar fram, bæði hjá þeirri teg-
und Bandaríkjamanna, sem ferðast
til að skemmta sér eða til að starfa
erlendis, og í þeim hugmyndum, sem
margir Evrópumenn gera sér um
„Ameríkana“.
Hin bandaríska „úrvalsstétt“ er
ekki skipuð mönnum, sem með hátt-
erni sínu og skapferli eru heppilegar
íyrirmyndir bandarískum almenn-
ingi. Þá menn er ekki þar að finna,
sem hinn almenni borgari geti sam-
samazt af fúsum vilja. í þessari
grundvallarmerkingu eru Bandaríkin
leiðtogalaus. Sú staðreynd skolast þó
burtu án þess að hafa nokkur pólitísk
áhrif — slíkt er eðli þess viðhorfs,
sem fólk hefur gagnvart stjórnmál-
um og siðgæði. AS þessu er svo var-
ið, þrátt fyrir menn og atburði síð-
astliðinna þrjátíu ára, er frekari
sönnun þeirra erfiðleika, sem eru á
því að finna í Bandaríkjum nútím-
ans pólitískar leiðir til aukins sið-
gæðis.
Bandaríkin — íhaldssamt land án
hugmyndafræði — birtist nú augum
heimsins sem veldi ódulbúins gerræð-
is, þar sem valdamenn þvinga gervi-
skilgreiningar sínar á raunsæi upp á
raunveruleikann. Andlegir meðal-
menn fara þar með völd í krafti
gervispakmæla framsagðra með til-
burðum leikarans. Óljós óákveðni er
meginregla í ræðustíl hinna frjáís-
lyndu, andskynsamleg viðhorf í
ræðustíl hinna íhaldssömu. Almenn-
ar rökræður um pólitík hafa þokað
fyrir blaðamannafundum og ríkis-
leyndarmálum í stofnanakerfi Banda-
ríkja nútímans.
Hinir „útvöldu“ handhafar valds-
ins eru ekki dæmigeröir fyrirmynd-
armenn; hinar háu stöður sínar hafa
þeir ekki hlotið fyrir siðferðilegar
dyggðir; ótrúleg velgengni þeirra er
ekki í trauslum tengslum við hæfni
eða verðleika. Þeir sem skipa sæti
valda og áhrifa eru útvaldir og mót-
aðir af valdi og auði — kerfi sem
ríkir í þjóðfélaginu. Þeir eru ekki
mótaðir af samfélagslegri þjónustu
í tengslum við þekkingu og skyn-
semi. Þeir eru ekki mótaðir af á-
byrgum þjóðmálaflokkum sem rök-
ræða opinberlega og ljóst þau vanda-
mál, sem hin bandaríska þjóð horf-
ist svo aulalega í augu við nú. Þeim
er ekki haldið í skefjum af óháðum
félagasamtökum, sem krefjast al-
mennra umræðna um örlagaríkar á-
kvarðanir. Sem handhafar valds, er á
sér ekkert fordæmi í sögunni, hafa
þeir náð tilgangi sínum í hinu banda-
ríska kerfi skipulegs ábyrgðarleysis.
Baldur Ragnarsson þýddi.
324