Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 24
Tímarit Máls og menningar
hann mældist fyrir sunnan. það sváfu allir hér um slóðir. Strákurinn fer á
héraðsskólann næsta vetur, á hann er ekkert að byggja, og konan giktveik.
Eru ekki skólarnir fyrsta tálbeitan? Hugsaðu þér, fæðið kostar hvorki
meira né minna en 9000 krónur, segi og skrifa, brauðsúpa með þeyttum
rjóma er borðuð á laugardögum, og steiktar kjötbollur, það eru litlar fyrn-
ingar á bænum þeim, geri ég ráð fyrir. Fyrirlitlega: Brauðsúpa með þeytt-
um rjóma!
óli: Er þetta ekki í fullu samræmi við opinberu stefnuna: færri spenar meiri
mjólk.
jósep: Hvaða opinberu stefnu?
Óli: í landbúnaðarmálum.
jósep: Ég legg skjaldan eyrun að því sem þeir segja í úttvarpið, en geri ég
það þá fer það ekki lengra.
ÓLI: Ekki þarf í það að sj á, þér ég aftur gegni: þessa einu kú sem lifði blóð-
baðið verðurðu að láta mjólka á við hinar níu.
jósep: Þær voru nú aldrei nema sex, kussurnar!
óli: Sex eða níu, það kemur í sama stað niður. Hann athugar hnoðið.
Meiri framleiðni, það er kjörorðið, með öðrum orðum: færri spenar meiri
mjólk! Hann treystir pakkólina milli handanna. Allra laglegasta pakkól,
ha? Er hún ekki nógu gamalleg. Jón Aðalgeir Þór pantaði hjá mér hnakk-
pútu fyrir jólin, hann hengdi hana upp í stofunni hjá sér. Það vantaði á
hana aðra pakkólina, þar skauzt mér, en ég er vanur að standa við mín
orð! Hann treystir pakkólina á herðum sér. Nógu er hún sterk, annars
reynir ekkert á þetta þegar það hangir uppá vegg. Bara fyrir augað! Bara
fyrir augað! Hann virðir pakkólina fyrir sér. Allra prýðilegasta henging-
aról, ha?
JÓSEP snýtir sér: Svo þú ert innundir hjá alþingismanninum!
ÓLi: Gjöf skal gjöf gjalda ef vinátta á að haldast.
JÓSEP: 0 þeir éta oní sig það sem þeir segja, sittáhvað.
ÓLI: Ekki ann Jón. Það segi ég þó ég sé framsóknarmaður. Hann athugar
sylgjuna. Það skaðar ekki að setja í hana þriðja naglann.
JÓSEP: Þar er ég á sama máli: haldið þarf að vera gott þó notkunin sé ekki
mikil.
Óli gramsar í hillunum á bakveggnum.
ÓLi: Oft hefur maður nú antignað Marsjall útaf sjöhundruð milljónunum
sem hann gaf landinu, hvað maður getur verið lengi að átta sig: Þessar
326