Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 25
LjósmyndÍT af plássi sjöhundruö milljónir gereyðilögðu atvinnurekstur minn hérna um árið, en hvað kemur á daginn? þær gefa af sér rentur og renturentur, einsog stendur í bönkunum. Náttla lá það í augum uppi þegar þeir fóru að flytja inn traktorana og jeppana að hestarnir mundu leggjast niður. Eðlileg þró- un! enginn brúkar hesta tilað framfleyta söðlasmiðum, slíkt væri öfug- þróun! Nú er svo komið Jósep bóndi að þriðjung tekna minna hef ég af því að dytta að gömlum reiðverum og selja. Það er ekki öll vitleysan eins: hvernig átti mér að koma til hugar meðan ég formælti Marsjall kalli að ég ætti eftir að biðja honum blessunar. Hann snýr að steðjanum með síl og koparnagla. 1 fyrri viku leit inn til mín sölumaður, ég ætlaði nú varla að þora að bjóða honum kaffi, hann var torgætlega klæddur, í grænni mussu niðrá mjóalegg, andlitið kríuhvítt, og ... og hanzkar. Nú! þegar við vor- um búnir úr fyrri bollunum, þá hefur hann upp erindið, hann vildi fá keypt af mér öll reiðtygin mín, á einu bretti, hvern hnakk, hvern söðul, hvern búning sem ég ætti eða gæti útvegað innan ákveðins tíma, jafnvel klyfbera! Ertu frá Safninu? spurði ég. Neinei, hann var ekki frá neinu safni, hann var alveg sjálfstæður. Þá var ég fljótur til svars. Neitakk, sagði ég, auðvitað af mestu hægð, í heildsölu sel ég ekki, það hef ég aldrei gert, það mun ég aldrei gera. Ég sá það náttla í hendi mér að úrþví hnakkpútur voru orðnar eftirsóttar af sunnanmönnum, þá hlaut að vera arðvænlegra að láta sem þær væru fágætar. Hann hlær. Straxog hann kvaddi þá tók ég mig til og bar niðrí kjallara meiripartinn af því sem hékk hérna í loftinu. Hann hlœr og hnoðar litla hríð. Vitur maður Marsjall! svona virkar hann afturfyrir sig! Hann hnoðar. Heyrðu Johbi, áttu ekki liggjandi útí hjalli hnakkræfil, söðul eða búning, ég kaupi hvað sem er hæsta verði, þó ekki sé nema volkinn af búningnum, eða sundurslitin gjörð, ég segi nú ekki margt ef hún er fléttuð, eða . . . eða hornhagldir, ha? Hann skoðar hnoðið. JÓSEP hýrari: Ég kem nú til þín í vandræðum mínum Ólafur, sattaðsegja: í meiren hálfan mánuð hef ég gengið í blautu, fjárans vinstrifótar-stígvélið, það datt á það gat niðrivið sóla, að öllum líkindum naglagat, þráfaldlega hef ég beðið kuffélagið um bótarefni ... ÓLI, merkilegur: Þú tekur þó ekki mark á þeim í kuffélaginu, ég get sagt þér nokkuð, ég prófaði stelpuskiturnar í heilbrigðri skynsemi einusinni i vet- ur, ég bað þær um stangarmél. Stangarmél? sögðu þær og ráku upp stór augu, hverslags mél er nú það? Er það notað í grauta? Hann hlcer stóran hlátur. Blessaður, láttu þær bara leita betur í lagernum. Hann hnoðar. Þar- fvrirutan, þá er nú gúmmískófatnaður mikilstil farinn úr móð. 327
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.