Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 35
Svipmyndir úr þorpinu stundum er hlýtt. Sérstaklega á sumrin, eins og nú. Þessa stund og allar stundir eru mennirnir í úlpum, á strigaskóm (allir sem vinna á bílaverk- stæðum). En undir legubekkjum hjá gömlu fólki eru kettir. Þeir eru með ljós í hausunum og fullir af gráti og emjan. Þeir eru stórhættulegir nema þegar sagðar eru sögur í myrkri. Þá eru þeir góðir og mala í hlýunni. Og mennirnir í úlpunum eiga í raun og veru heima við vélar að sjúga rör og skríða. Það eru þeirra ær og kýr. Og hlusta alltaf á fréttir heima í matar- tímum, í úlpum, og leggja sig og stánga úr tönnum, í óhreinum strigaskóm og í úlpumóki. Og rymja og drattast niður á verkstæði upp úr eitt, en konur þeirra hogra yfir sótugum eldavélum og baka lummur og sjóða skötu, í skrítnum magabelgskj ólum, með úfið hár, og krakkarnir mjálma eins og kettir og þær segja þeim að forsmánast frá skolpfötum og ekki sulla í skolp- inu né drekka það. En það er mikil svækja í viktarskúrnum. Þar liggja þeir og tala eða sofa undir húfubörðum. Þegar sólin kemur inn um gluggann falla þeir oft í blund og umma aðeins þegar á þá er yrt og flugurnar leika við hvern sinn væng í geislanum. Auðvitað hlaðnar slorlykt og vilja komast út, en syngja um lífið samt. Hendur þeirra eru harðar og koppafeitisklístr- aðar af því hitinn frá ofninum og sólinni er þurr og herðir þær. Og þegar þeir eru að skoða grænu vélina (oft tímum saman) er svo mikið víst að þeir virðast myndarlegir og hrossþrumandi sterkir og geta legið rólegir eins og tröll í skúrnum og blundað, því ekkert vinnur á þeim. Og þeir eru mjög sterklegir með sígarettur og fullorðnir og skríða undir bílana með sígarettur upp í sér eins og að drekka vatn. Og stundum kengbeygja þeir kókakólalok milli tóbaksgulra fíngra af því þeir eru fullorðnir og reykja. En það þýðir ekki að hugsa um þetta. Það er ekki hægt að skilja neitt í neinu. Það stendur alltaf til að heita og alltaf er verið að beita, og annað hvort er sól eða ekki, og það er enginn vafi að menn eru eins og fífl, vaða skolpleitt krapið og glápa á dagsbirtuna. Og nú eins og oft áður er hægt að fara út með fötu og fylla hana í einu handtaki þótt enginn geri það, því enginn hugsar um forina nema stelpur sem gera drullukökur. Þær eru ekki með slór handabök eins og karlar og þær þola ekki suddaveður útá sjó. Þær hafa hjá sér glerbrot og skeljar. Þær eru allt allt öðruvísi en karlar sem eru með grófar hendur og luralegir eins og dýr á ís. Nú gengur Gulli aumíngi framhjá polli og spýtir, og grútarstöðin keppist við. Og kannski segir einhver, Komdu heldur með stóra lykilinn, og skríður svo niður í verksmiðjuvélina sem þorpsbúar gátu komið saman —- er það ekki makalaust! — þótt ekkert skáld sé í þorpinu. Og kaupfélagið selur 22tmm 337
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.