Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 41
Jökull Jakobsson
Jóhannes bíðnr eftir rútn
Þeir stóðu viS gluggann og horfðu hvemig vindurinn ýfði stráin suður í
mýrinni og töluðu um afurðaverðið. Jóhannes stóð ögn innar, dálítið út úr,
hann hafði lagt hendurnar á búðarborðið. Búðarstúlkan vék sér að honum
þegar hún var búin að afgreiða símstöðvarstjórafrúna með kaffi og tertu-
botn.
Hvað var það?
Ha?
Hvað var það fyrir þig?
Ekki neitt.
Ekki neitt? endurtók stúlkan. Virkilega ekki neitt.
Nei takk, sagði Jóhannes. Hann hafði lagt hendurnar fram á búðarborðið
og horfði á plastbollapörin í hillunum á móti. Svo saug hann upp í nefið.
Ég er bara að bíða eftir rútunni, sagði hann dræmt og lágt.
Jæja, ertu að bíða eftir rútunni! sagði stúlkan hátt og hvellt og beindi
tali sínu einkum að körlunum sem stóðu við gluggann og horfðu hvernig
vindurinn ýfði stráin suður í mýrinni og töluðu um afurðaverðið. Enda
hættu þeir að tala um afurðaverðið og litu allir til Jóhannesar, en Jóhannes
hélt áfram að virða fyrir sér plastbollapörin. Loks var það Mundi í Shell-
sjoppunni, sem tók af skarið:
Jæja, ertu að bíða eftir rútunni, Jóhannes?
Jóhannes var farinn að depla augunum framan í plastbollapörin. Hann
svaraði engu og búðarstúlkan hafði tyllt sér upp á horð svo hún sæist betur
og hún dinglaði fótunum og sagði:
Áttu von á einhverju með rútunni?
Jóhannes fór seint og hægt ofan í vasa sinn og dró upp rauðan klútinn
og breiddi úr honum. Það leið löng stund áður en hann snýtti sér. Svo sagði
hann með hægð:
Það gæti nú verið.
Stúlkan mjakaði sér fram og aftur á borðbrúninni, hún var með rúllur
343