Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 41
Jökull Jakobsson Jóhannes bíðnr eftir rútn Þeir stóðu viS gluggann og horfðu hvemig vindurinn ýfði stráin suður í mýrinni og töluðu um afurðaverðið. Jóhannes stóð ögn innar, dálítið út úr, hann hafði lagt hendurnar á búðarborðið. Búðarstúlkan vék sér að honum þegar hún var búin að afgreiða símstöðvarstjórafrúna með kaffi og tertu- botn. Hvað var það? Ha? Hvað var það fyrir þig? Ekki neitt. Ekki neitt? endurtók stúlkan. Virkilega ekki neitt. Nei takk, sagði Jóhannes. Hann hafði lagt hendurnar fram á búðarborðið og horfði á plastbollapörin í hillunum á móti. Svo saug hann upp í nefið. Ég er bara að bíða eftir rútunni, sagði hann dræmt og lágt. Jæja, ertu að bíða eftir rútunni! sagði stúlkan hátt og hvellt og beindi tali sínu einkum að körlunum sem stóðu við gluggann og horfðu hvernig vindurinn ýfði stráin suður í mýrinni og töluðu um afurðaverðið. Enda hættu þeir að tala um afurðaverðið og litu allir til Jóhannesar, en Jóhannes hélt áfram að virða fyrir sér plastbollapörin. Loks var það Mundi í Shell- sjoppunni, sem tók af skarið: Jæja, ertu að bíða eftir rútunni, Jóhannes? Jóhannes var farinn að depla augunum framan í plastbollapörin. Hann svaraði engu og búðarstúlkan hafði tyllt sér upp á horð svo hún sæist betur og hún dinglaði fótunum og sagði: Áttu von á einhverju með rútunni? Jóhannes fór seint og hægt ofan í vasa sinn og dró upp rauðan klútinn og breiddi úr honum. Það leið löng stund áður en hann snýtti sér. Svo sagði hann með hægð: Það gæti nú verið. Stúlkan mjakaði sér fram og aftur á borðbrúninni, hún var með rúllur 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.