Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 44
Tímarit Máls og menningar
Ætlarðu að fá gröfuna til þín fyrir haustið.
Það getur farið svo, sagði Jóhannes, o-já.
Þarna kemur rútan! hrópaði afglapinn í sláturhúsinu og mikið rétt: þarna
renndi hún í rykkófi, eldrauð, ofan brekkuna hjá pakkhúsinu og vegurinn
nötraði undan hjólunum og áður en varði ískraði í hemlunum, þar sem hún
stanzaöi fyrir framan búðina. Það horfðu allir á rútuna og enginn tók eftir
fuminu, sem kom allra snöggvast á Jóhannes. Það var bara rétt sem snöggv-
ast, svo gekk hann hægum skrefum út í dyrnar, ofan tröppumar og stað-
næmdist rétt hjá benzíntanknum.
Bílstjórinn kom fyrstur út úr rútunni og vippaÖi sér léttilega upp á þak
og losaöi um farangurinn, sem þar var, á eftir honum kom Gróa í Naut-
húsum ásamt dóttur sinni, þá oddvitinn þrútinn í augum og dálítiÖ reikull
í spori, síðan Þorlákur hringjari með splúnkunýjan tanngarð uppi í sér
og nýja húfu á höfði. Svo henti bílstjórinn fáeinum pokum ofan af bílnum,
stökk niður, innan skamms var hann setztur undir stýri og rútan rann af
stað. Loks var ekki eftir nema dálítið rykský á veginum.
Þá liætti Jóhannes að horfa á eftir rútunni, hann gekk hægt og silalega
yfir veginn, klöngraðist upp á gamla farmalinn sinn, setti í gang og lagðist
fram á stýrið á móti vindinum, og sveigði inn á afleggjarann í áttina heim.
346