Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 49
VatnasTcrímsl tekið tali samanreyrða tjaldskör og hrósa happi ef heilög grundvallarþrenning — tjald- ið, ég og ströndin ■— yrði óhögguð á sínum stað að morgni. Sígarettunotkun mín fór örtvaxandi og var einmitt komin upp í átta pakka á dag, þegar hjálp- ræðisboðskapurinn barst mér fyrirvaralaust úr litla smáratækinu mínu í formi tilkynningar frá SSMMM —- Skozku Sentralbírói Meteórólógískra og Mýtólógískra Manífestasjóna — og gekk kraftaverki næst: Sagt var fullum fetum, að næstu tuttugu og fjóra klukkutíma myndi veðrið um gervallt Skotland samræmast á dyggan hátt skozku lunderni, og væru því húsmæður af gefnu tilefni eindregið hvattar til að notfæra sér hið einstaka tækifæri og leysa af hendi tafarlaust ailan þann stórþvott sem fyrir lægi, þareð annar eins hentugleiki myndi satt að segja ekki bjóðast aftur fyrren í nóvembermán- uði. Líkt og Cortez hafði forðum daga brennt skip sín, þannig kveikti ég nú og í öllu því sem ég átti af sígarettum, hlóð gúmkænuna mína með vistir og viskí og hélt út á vatnið. Klukkan var níu að kvöldi; fullt tungl var að rísa upp af sjóndeildarhring; allt spáði góðu. Hversu sem því vék við í raun, þá hlýtur mér fyrr eða síöar að hafa runnið í brjóst, kannski einfaldlega vegna háttbundinnar hrynjandi öldunnar sem smám sarnan hefur leikið mig á þann veg; því að undir miðnætti rumskaði ég og varð óðara ljóst að eitthvað var á seyði. Eg leit á tímamælinn: vantaði fjórðung í lólf. Tunglið, jú, það ætti nú að skína hátt á himni, en það var hægara sagt en gert að koma auga á það. Engu að síður stafaÖi á himinhvelið slíkum ljóma, sem aðeins fullt tungl getur lögum samkvæmt varpað frá sér. Ég skaut sjónum upp á þann stað þar sem hinn burthorfni hefði átt að vera. Þar virtist hjarminn að vísu mestur, tunglgarmurinn gat svosem hafa sveipað sig skýjareifi í næturkulinu, ■— ef ekki hefði viljað svo til að þetta var ger- samlega heiðstirnd nótt og hvergi ský að sjá. Mikið varð ég hissa. Ofan að barst nú eitthvað líkt fjarlægri þrumu. Svo var einhver þar efra sem mælti: „Jæja, — þér hafið máski ætlað að virða fyrir yður tunglið? Þér verðið vissulega að forláta mér ef ég hef skyggt á útsýnið fyrir yður.“ Andartaki síðar var tunglið komið á sinn rétta stað, og varð um leið nokkur öldugangur á vatninu. Ég lít upp aftur og tek nú eftir fyrirbæri, sem kannski væri hezt að lýsa sem afsteypu Sívalaturns í margfaldri stærð; jafnframt er það svo ná- lægt mér, að hversu langt sem ég keyri höfuðið á bak aftur kemur slíkt ekki að gagni, alltént ekki til þess að greina fyrirbærið í heild. Eigi að síður ber ég hendur að munni og hrópa: „Gott kvöld! Nafn mitt er S. G. Haffner!“ 351
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.