Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 50
Tímarit Máls og menningar „Miðgarðsormurinn!“ er svarað. „En það er bezt þú þúir mig og kallir mig Lindý. — Ég verð annars að jóta að þú ert þolinmóður gestur hvað mig áhrærir. Hér hefi ég fylgzt með þér við ströndina hverja einustu nótt í hálfan annan mánuð. En svefnpurka ertu nú samt. Eins og allir aðrir.“ „Gott kvöld, Miðgarðsormur!" öskra ég. „Slæmt samband þetta! Og svo er ég þar að auki dálítið heyrnarsljór, get ég sagt þér. Ekki vænti ég þú getir minnkað fjarlægðina eilítið?“ „Olræt; mig munar ekki um fáeinar mílur — skozkar,“ svarar ormurinn. „En ríghalda þér skaltu, því að þetta gerist ekki umbrotalaust.“ Þegar mér hafði heppnazt að klifra um borð í bátinn aftur tek ég til við að skoða vatnagestinn nánar. Fyrrnefnd samlíking við Sívalaturn er nú með þeim fyrirvara, að kannski er stærðarmunurinn ekki margfaldur beinlínis, en annars hefur ekkert nýtt komið í ljós sem vert sé að taka fram — þetta er semsagt líkast turni eftir sem áður, einföldum að lögun, sléttum áferðar, svörtum, og á vissan hátt glæsilegum á að líta — einkum þegar tunglið sindr- ar geislum á vota og gljáandi fleti hans. Heildarsvipurinn ber vott um kraft, lipurð, samræmi í byggingu — og þó öllu öðru fremur um einstæða sjálfs- vilund. Því er nú miður að höfuðið sést ekki héðan sem ég er, en ekki fer á milli mála að þar efra er höfuð; ormurinn sá arna er reyndar ekkert fyrir pöbb-lissití, svo það er engin furða þótt hann auðsýni vissa hlédrægni fyrst í stað. „Sorrí!“ segir hann. „Er þetta skárra?“ „Nú ætti ég að heyra ógætlega,“ svara ég, „en það veitir víst ekkert af að brýna raustina.“ Ormurinn fullvissar mig um að þess gerist engin þörf, hann hafi prýðis- glögga heyrn; talaðu bara eðlilega, góði, ég missi ekki af einu einasta at- kvæði. „En hvað ertu annars að gera á þessum slóðum?“ spyr hann. „Ekki líturðu þó út fyrir að vera venjulegur æsifregnasnápur.“ „Það er ég heldur alls ekki,“ svara ég. „Ég er fræðivitsmaður af fremstu sort.“ Síðan skýri ég frá því hversu ég hafi fyrir mörgum árum komið fram með aldahvarfakenninguna um alþjóðlegan uppruna hins skozka vatna- skrímslis; en, bæti ég við, raunveruleikinn hefur óneitanlega gert djarfar vonir mínar að skömm og háðung einsog nú er komið málum. Miðgarðsormurinn hlær við lágt. „Já,“ segir hann, „of mikið rými, of skammur tími, það er það sem hugsun fj öldans er bundin við nú til dags. En í sannleika sagt, og við örlítið nánari umhugsun — hver ósköpin gæti ég ann- að verið en bara ég sjálfur?“ 352
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.