Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 62
Tímarit Máls og menningar
/ og styrk til þess að standa ei hjá, / ef stórsannindum níðzt er á“. Hetja
hans var uppreisnarmaðurinn, vaxtarbroddur hins nýja tíma:
Þannig sífellt lýðsins leysa
lífshöft ill og þrautir grynna
þeir sem voga röskt að reisa
rönd við guðum feðra sinna.
Stephan var hinsvegar nógu raunsær til þess að skilja að þroski fæst ekki
án áreynslu og erfiðis, framfarir ekki án vonbrigða og víxlspora:
Og villunótt mannkyns um veglausa jörð
svo voðalöng orðin mér finnst,
sem framfaraskíman sé skröksaga ein
og skuggarnir enn hafi ei þynnzt ...
en svartsýnin nær aldrei undirtökum; þrátt fyrir allt trúir Stephan því að
menningin vaxi, að mönnunum fari fram, og sönnunin er hann sjálfur: „ég,
sem get kveðið við kolsvartan heim / slíkt kvæði um andvökunótt“.
Jafnvel hörmungar heimsstyrjaldarinnar fyrri gátu ekki bugað bjartsýni
Stephans og trú á framtíðina. Fjórum árum eftir styrjaldarlok kveður hann,
þá kominn yfir sjötugt:
Yfir heimi er hjam;
húmnótt á vegi.
Ég er birtunnar ham —
býst enn við degi.
Og sama árið yrkir hann Martíus, þar sem vorleysingar verða honum tákn
frelsisbaráttu mannkynsins: „Eitt sinn verða af alþjóð manna / allir vetrar-
hlekkir bræddir“ — Og hann heitir á lýðinn að duga, hvað sem á dynur:
„Þó það hlaupi á hundrað árum / hjörnin forn að yfirbuga. / Lýður, bíð
ei lausnarans, / leys þig sjálfur.“
Ljóst er af kvæðum Stephans að hann hafði að heiman staðgóðan menn-
ingararf, þótt ekki væri hann úr skólum fenginn, heldur úr skagfirzkum og
þingeyskum kotabaðstofum. Það pund gróf hann ekki í jörðu, heldur kom því
á vöxtu á þroskabraut sinni í annarri heimsálfu. Og hann skilaði þessum arfi
aftur til þjóðar sinnar í kvæðum sem ekki gleymast meðan íslenzk tungaertöl-
364