Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 73
Eitt varanlegasta efni jarðarinnar er steinninn, og á dauðum steinum eru elztu sýnilegar minjar um hugsanir lifandi manna. Ein mesta og afdrifa- ríkasta uppfinning mannsandans er nefnilega sú, að gera sýnileg tákn málsins, það er að greina talaða ræðu sundur í orð og gera merki eða myndir sem tákn orðanna. Við vitum ekki á hverskonar efni þessi tákn hafa fyrst verið gerð, en hin elztu eru varðveitt á grj óti og á leirtöflum. Þegar þessum áfanga var náð var fundinn varðveizlustaður sem var miklum mun traustari en mannlegt minni. Síðar fundu menn upp á því að greina sundur hljóð þau sem orðin eru mynduð úr og gera sérstakt tákn fyrir hvert hljóð; þannig var fundið stafróf. Þetta gerðist þó ekki allt í einu; stafróf var ekki fundið upp af einum manni, heldur var um langa þróun að ræða frá myndskriftinni. Okkur nútímamönnum finnst stafróf svo sjálfsagður hlutur að við hugs- um ekki altént út í hve merkileg upp- finning það er. í íslenzku eru notuð 32 tákn, en það er ekki til svo vitur maður á íslandi að ekki sé hægt að gera allar hans hugsanir, þær sem hægt er að orða, sýnilegar með þess- um þrjátíu og tveimur táknum. En jafnframt því að stafróf hefur þróazt hafa menn fundið æ betri og hentugri efni til að varðveita á hin sýnilegu tákn hugsunar sinnar. Þess Ritlist — varðveizla jróðleiks eru dæmi, að sýnileg tákn mannlegr- ar hugsunar hafa varðveitzt um þús- undir ára. Hieroglyph-áletranir eru til meira en fimm þúsund ára gamlar og hafa verið lesnar. Elztu rúnastein- ar á Norðurlöndum eru frá því um 400 e. Kr. En þó steinninn varðveiti vel það sem á hann er skráð er hann ekki hentugt efni til þess að miðla á fróðleik. í fyrsta lagi er hann ekki sérlega viðræðugóður og heldur sein- legt að koma hugsunum sínum á hann. í öðru lagi er hann þungur, svo að menn færa grjót yfirleitt ekki úr stað nema mikil nauðsyn krefji og þá með miklum kostnaði, og alls ekki um langar vegalengdir nema al- veg sérstaklega standi á. Hann er al- gerlega óhæfur til að skrifa á hann sendibréf. Til þess að hægt væri að miðla fróðleik vítt um veröldina varð því að finna efni sem bæði var létt og hentugt í meðförum, en samt var- anlegt, og skrá hin sýnilegu tákn málsins á það. Eitt elzta menningarsamfélag ver- aldar sem sögur fara af var í Egipta- landi. Fornegiptar bjuggu til eins- konar bækur; þeir ristu stöngla pap- ýrusjurtarinnar niður í lengjur, en jurt þessi verður allt að þriggj a metra há og hefur sveran stöngul. Lengj- urnar voru lagðar saman og press- aðar og undnar upp á kefli, eitt eða tvö. Á þetta efni var skrifað með einskonar skúf; Rómverjar nefndu þessar papýrusrúllur volumen, en það 375
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.