Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 76
Tímarit Máls og menningar
að koma að því að snjall maður gæti
tengt saman þræðina og fundið end-
anlega lausn. Þannig hefur þróun
vísinda og tæknilegra framfara verið
frá ómunatíð, en því aðeins hefur
hún verið möguleg, að maðurinn hef-
ur fundið aðferð til að geyma hugs-
anir sínar á miklu varanlegra efni en
hinn forgengilegi heili hans er gerð-
ur úr: það er bókin sem hefur gert
mannkyninu kleift að halda til haga
og dreifa um alla heimsbyggðina nið-
urstöðum af rannsóknum og athug-
unum manna í meira en tvö þúsund
ár. Þegar við tökum bók til að lesa,
þá höfum við í höndunum dásamleg-
ustu uppfinningu mannsandans og þá
uppfinningu sem kalla má að sé und-
irstaða allrar okkar menningar.
Þetta leiðir hugann að því hvað
hver einstakur maður kemst skammt
fyrir eigin ramleik: þau afrek sem
við erum hvað stoltust af eru e. t. v.
að mestu leyti unnin af öðrum þegar
öll kurl koma til grafar. Þannig er
bræðralag manna, okkar sem nú lif-
um, feðra okkar og löngu liðinna
kynslóða miklu meira en við gerum
okkur hversdagslega grein fyrir, og
væri ekki úr vegi að minna hér á orð
færeyska skáldsins, Hans Andreas
Djurhuus:
Iíer, sum tínir f0tur stíga, hava aðrir f0tur
stigiff,
tú ert bara ein af mongum, byrffi tín og
teirra byrði
verffur nakað eins at rokna, deils í tyngd
og deils í virffi.2
Við tökum stundum þannig til
orða, að ‘hugsanir mínar á ég sjálf-
ur‘, og eigum þá við, að aðra menn
varði ekki um hvað við hugsumfrem-
ur en við kærum okkur um, og að
því leyti er þessi staðhæfing réttmæt;
en ef litið er á hana frá öðru sjónar-
miði er hún röng. Hugarheimur okk-
ar er að vísu sköpunarverk okkar
eigin heila, en efniviðurinn er kom-
inn víða að. Heili okkar hefur frá
barnæsku verið mataður á hugsunum
annarra manna, fyrst af foreldrum
okkar, leiksystkinum og félögum, en
síðar meir á hugsunum sem settar
hafa verið fram af mönnum um víða
veröld og á ýmsum öldum. Skoðanir
okkar og lífsviðhorf og raunar allur
hugsanagangur er þannig ekki nema
að litlu leyti okkar séreign, en að
vísu vinnum við hvert á sinn sér-
kennilega hátt úr þeim efniviði sem
hefur horizt að heila okkar. Eftir að
prentlist var fundin upp varð miðlun
mannlegrar hugsunar um heims-
byggðina miklu víðtækari og örari
en áður, ekki hvað sízt eftir að dag-
blöð komu til sögunnar. Þá var fund-
in aðferð sem var ódýr og mjög á-
hrifamikil til dreifingar á því efni
sem mannshugurinn fékkst við, en
þá var einnig úr sögunni sá mikli og
holli agi sem dýrt kálfskinn hélt öll-
um undir, þeim sem fengust við rit-
mennsku: Það var dýrt að vera
mælskur meðan ekki var hægt að
miðla andagift sinni á öðru efni en
378