Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 77
bókfelli, og gátu ekki nema efnamenn veitt sér þann munað. Hinn hnitmið- aði og listfengi stíll íslendinga sagna er skapaður undir aga hins dýra kálfskinns, en efni það sem hefur hlotið þau örlög að varðveita ritræpu sumra nútímamanna kostar sama og ekki neitt. En þótt hinar nýju aðferð- ir við dreifingu mannlegrar hugsun- ar hafi orðið svo stórvirkar, að okk- ur finnist stundum sem við séum stödd í flóðbylgju af kjaftæði, þá hafa þær þó veitt okkur þau ómetan- legu hlunnindi, að við eigum kost á, án mikillar fyrirhafnar, að nj óta þess sem mannshugurinn hefur bezt gert og kynna okkur það sem aðrir menn hafa haft til málanna að leggja um þau verkefni sem við erum að fást við í þann og þann svipinn. En ritlistin hefur einnig gegnt öðru hlutverki en að varðveita hugsanir manna frá kynslóð til kynslóðar og dreifa vísdómi um heimsbyggðina. Þess munu varla dæmi að svo minn- ugur maður hafi fæðzt í þessa ver- öld, að hann gæti samið heila bók í huga sér, varla einu sinni lítið kver, nema varÖveita það frá einni stund til annarrar, sem hann var að setja saman, á einhverjum öruggari stað en í sínum eigin heila. Vitanlega fer þetta þó nokkuö eftir því hvers eðlis bókin er. Sá sem setur sam- an bók, t. d. skáldsögu, getur haft efni hennar í megindráttum í huga sér. Vel væri hugsanlegt að hann gæti Ritlist — varðveizla frððleiks sagt söguna, e. t. v. kvöld eftir kvöld, eins og sagt er í þættinum af íslend- ingnum sögufróða sem sagði útfar- arsögu Haralds haröráða. En hvern- ig yrði sagan ef hann væri beðinn um að segja hana aftur? Athuganir nútíma sálfræðinga benda eindregið til þess að sögugerðirnar yrðu eins margar og sagan var oft sögð, en ef hún gengi mann frá manni mundi kjarni hennar að lokum taka á sig einfalda og tiltölulega stöðuga gerÖ.3 En hvað sem því líður mun reynsla allra manna sem setja saman bækur vera sú, að bókin skapast um leið og hún er fest á blað, ekki einungis hin skrifuðu eða vélrituðu blöð sem leggjast saman og verða að þeim hlut sem við nefnum bók, heldur það sköpunarverk hugsunarinnar sem þessi blöð geyma. En ef höfundurinn vill vanda sína bók, þá situr hann yfir hinum skrifuðu blöðum, breytir og lagfærir, semur á nýjaleik og fær- ir til, og hef ég heyrt menn sem vanda til sinna ritsmíða segja að jafnvel smágrein verði ekki góð nema hún sé skrifuð fimm sinnum að minnsta kosti. Þannig hefur ritlistin hjálpað manninum til að leiöa hugann og finna því sem hann skapaöi skýrara form en flestum er mögulegt í mæltu máli. Einnig hefur þessi íþrótt, að festa hugsanir sínar á blað, stundum orðið að skírri og göfugri list, að túlka með orðum það sem fremur er tilfinning en hugsun, þau hughrif 370
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.