Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 87
kallað var fram í „þetta er nóg, hættu!“ — það var þegar Kotsjetof var að telja upp vini sína meðal rit- höfunda, sagði Erenbúrg. Það var líka skrýtin þula. Svo leyfir þessi maður sér að segja að í endurminn- ingunum sé ég að vekja bókmennta- leg lík upp frá dauðum — fólk sem var ofsótt. — Þér mótmæltuð því hneyksli í blöðum? — Já, og það get ég aðeins gert með aðstoð Krúsjofs. Og svo kom Sjolokhof eins og hirðfífl á teppi og fékk menn til að hlæja. Allir voru að tala um alvarleg mál, margir hrædd- ir um að þeir verði sjálfir nefndir — þá talar Sjolokhof um eiginkonur manna. Og af því hann vissi að Fúrt- seva yrði ekki endurkjörin í forsæti miðstjórnar, nú þá ákvað hann það væri óhætt að dangla dálítið í hana. — Hvaða stuðning hefur þetta lið frá „æðri stöðum“? — Þeir njóta stuðnings ofan frá, en hverra, það veit ég ekki, ég þekki ekki leyndardóma hirðarinnar. En þar er líka mikill ágreiningur um þessi mál, svo mikið er víst. — Ráða þessir menn yfir miklu afli? — Sjáum nú til: fimm rithöf- undar voru kosnir í miðstjórn. Kot- sjetof, Gribatsjof og andlegur faðir þessa bófafélags, Sjolokhof ... — Það vantar hara Sofronof (rit- stjóri sovézku ,,vikunnar“). Hjá Erenbúrg — Hann hélt ekki ræðu að vísu, en andi hans sveif yfir vötnunum, sagði Erenbúrg og hló. Semsagt þessir þrír menn. Og einn maður ut- an hernaðarbandalaga, Korneitsjúk. Og svo á hinn bóginn einn andstæð- ingur bófanna, Tvardovskí, ritstjóri Noví mír, sem flutti reyndar ágæta ræðu á þessu þingi. Bókmenntatíma- ritin skiptast með svipuðum hætti. Ef til vill mikla ég fyrir mér erfið- leikana, en ég geri ráð fyrir því, að þrátt fyrir þingið verði ekki leyft að skrifa mikið um fortíðina, þá fortíð sem liggur eins og þungur steinn á okkur, þessum eldri mönnum. Þá fortíð sem þarf að skrifa um vegna framtíðarinnar. Nú er enn hamazt á því, að menn eigi að skrifa um nútíð og framtíð — og enga bölsýni, hélt Erenbúrg áfram — og í þessu sambandi var minnzt á styrjaldarsögur yngri manna, Bondaréfs, Baklanofs, vel gerðar og heiðarlegar hækur, sem fólu í sér endurmat, einkum á fyrstu mánuðum stríðsins. — Stríðið var, sagði Erenbúrg, lengi vel það sem helzt var hægt að skrifa heiðarlega um: þar urðu trag- ísk átök, þar var dauðinn. Það er mikil gæfa fyrir rithöfund þegar hann hefur möguleika til að drepa hetju sína. Nú má helzt enginn deyja, flokksritari héraðsins getur ekki hrokkið upp af, það getur ekki gengið. 389
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.