Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 87
kallað var fram í „þetta er nóg,
hættu!“ — það var þegar Kotsjetof
var að telja upp vini sína meðal rit-
höfunda, sagði Erenbúrg. Það var
líka skrýtin þula. Svo leyfir þessi
maður sér að segja að í endurminn-
ingunum sé ég að vekja bókmennta-
leg lík upp frá dauðum — fólk sem
var ofsótt.
— Þér mótmæltuð því hneyksli í
blöðum?
— Já, og það get ég aðeins gert
með aðstoð Krúsjofs. Og svo kom
Sjolokhof eins og hirðfífl á teppi og
fékk menn til að hlæja. Allir voru að
tala um alvarleg mál, margir hrædd-
ir um að þeir verði sjálfir nefndir —
þá talar Sjolokhof um eiginkonur
manna. Og af því hann vissi að Fúrt-
seva yrði ekki endurkjörin í forsæti
miðstjórnar, nú þá ákvað hann það
væri óhætt að dangla dálítið í hana.
— Hvaða stuðning hefur þetta lið
frá „æðri stöðum“?
— Þeir njóta stuðnings ofan frá,
en hverra, það veit ég ekki, ég þekki
ekki leyndardóma hirðarinnar. En
þar er líka mikill ágreiningur um
þessi mál, svo mikið er víst.
— Ráða þessir menn yfir miklu
afli?
— Sjáum nú til: fimm rithöf-
undar voru kosnir í miðstjórn. Kot-
sjetof, Gribatsjof og andlegur faðir
þessa bófafélags, Sjolokhof ...
— Það vantar hara Sofronof (rit-
stjóri sovézku ,,vikunnar“).
Hjá Erenbúrg
— Hann hélt ekki ræðu að vísu,
en andi hans sveif yfir vötnunum,
sagði Erenbúrg og hló. Semsagt
þessir þrír menn. Og einn maður ut-
an hernaðarbandalaga, Korneitsjúk.
Og svo á hinn bóginn einn andstæð-
ingur bófanna, Tvardovskí, ritstjóri
Noví mír, sem flutti reyndar ágæta
ræðu á þessu þingi. Bókmenntatíma-
ritin skiptast með svipuðum hætti.
Ef til vill mikla ég fyrir mér erfið-
leikana, en ég geri ráð fyrir því, að
þrátt fyrir þingið verði ekki leyft að
skrifa mikið um fortíðina, þá fortíð
sem liggur eins og þungur steinn á
okkur, þessum eldri mönnum. Þá
fortíð sem þarf að skrifa um vegna
framtíðarinnar.
Nú er enn hamazt á því, að menn
eigi að skrifa um nútíð og framtíð —
og enga bölsýni, hélt Erenbúrg áfram
— og í þessu sambandi var minnzt
á styrjaldarsögur yngri manna,
Bondaréfs, Baklanofs, vel gerðar og
heiðarlegar hækur, sem fólu í sér
endurmat, einkum á fyrstu mánuðum
stríðsins.
— Stríðið var, sagði Erenbúrg,
lengi vel það sem helzt var hægt að
skrifa heiðarlega um: þar urðu trag-
ísk átök, þar var dauðinn. Það er
mikil gæfa fyrir rithöfund þegar
hann hefur möguleika til að drepa
hetju sína. Nú má helzt enginn
deyja, flokksritari héraðsins getur
ekki hrokkið upp af, það getur ekki
gengið.
389