Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 106
Úrklfppur
Sæluríkið
I þróttmikilli ræð'u gerði Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra, ítarlega grein
fyrir þeim stórfellda árangri, sem náðst
hefur í tíð viðreisnarstjórnarinnar. í fyrsta
lagi hafa orðið meiri framfarir í efnahag
íslendinga en á nokkru öðru sambærilegu
tímabili í sögu þjóðarinnar hingað til,
þjóðarauður í raunverulegum verðmætum
hefur aukizt um 40—50%. í öðru lagi hef-
ur þjóðarframleiðslan á árunum 1961 til
1965 vaxið að jafnaði um 5,4% á ári, sem
er meiri vöxtur en í nokkru öðru iðnþróuðu
landi, sem á aðild að Efnahags- og fram-
farastofnuninni að Japan undanteknu. Til
samanburðar má benda á, að 1955 til 1960
var vöxtur þjóðarframleiðslunnar hægari
hér á landi en í nokkru öðru landi Vestur-
Evrópu, aðeins 1% að meðaltali, og 1957
minnkaði hún miðað við næsta ár á undan.
í þriðja lagi var ísland árið 1965 þriðja
í röðinni af aðildarríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í þjóðarframleiðslu
á mann. f fjórða lagi hafa launastéttir
fengið vaxandi hlut þjóðartekna, þar sem
ráðstöfunartekjur kvæntra sjó-, verka- og
iðnaðarmanna með börn á framfæri hafa
vaxið að meðaltali á viðreisnartímanum
nm 47% samtímis aukningu þjóðartekna á
mann að meðaltali um 33%. í fimmta lagi
hefur viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess
að rétta hlut hinna lægst launuðu borið
verulegan árangur og í janúarbyrjun 1967
var fullum launajöfnuði náð milli karla
og kvenna, en launamunur var 21% 1962.
Og í sjötta lagi hefur næg atvinna og bein-
línis skortur á vinnuafli verið allt við-
reisnartímabilið, vöruval og framboð kom-
ið í stað vöruskorts og svartamarkaðs-
brasks og verð lækkað á ýmsum vöruteg-
undum sem áður voru taldar „lúxusvörur"
vegna tollalækkana.
Jóhann Hafstein nefndi síðan nokkur
merki þeirrar velmegunar, sem alls staðar
má sjá í þjóðfélaginu, og benti á hina
miklu einkaneyzlu á íslandi, sem er meiri
en í nokkru öðru aðildarríki Efnahags- og
framfarastofnunarinnar að Bandaríkjunum
undanteknum, mikla bifreiðaeign lands-
manna, fjölda sjónvarpstækja og síma-
tækja, stóraukin ferðalög til útlanda og
fleira.
MorgunblaSið 15. apríl 1967.
Sálköniiiui og dýrafræði
Fátt getur skemmtilegra að lesa í Morgun-
blaðinu en þá þœtti eftir ónefndan höfund
sem kallaðir eru Reykjavíkurbréf og birt-
asl í blaðinu á hverjum sunnudegi. „Bréf"
þessi eru einkum ejtirtektarverð fyrir jafn-
slétt spakvit og slungin tengsl í rökfcerslu
en hafa margt annað sér til ágœtis að auki,
svo sem djúpstœtt skopskyn. í tilbót er höf-
undinum ekkert mannlegt óviðkomandi. 29.
janúar 1967 tók hann þannig til meðferðar
Freud og Marx í einu lagi, enda voru þeir
báðir af „þýzkmótuðum Gyðingastofni
Höfundur getur þess raunar að Freud njóti
nú viðurkenningar fyrir sálgreiningarvís-
indi sín og báðir hafi þessir þýzkmótuðu
Gyðingar séð margt rélt. Eigi að síður
tekst honum auðveldlega að rýja þá öllum
408