Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 111
Ú rklipput um um Gissur jarl Þorvaldsson. Hinn and- legi skyldleiki leynir sér ekki ... Bókmeniitagagnrýni Höfundur Reykjavíkurbréja ritar stundum bókmenntagagnrýni í bréjum sínum, þeg- ar engum öðrum er treystandi til þess, og verða hér birtar glejsur úr slíkum skrijum, sem sáu dagsins Ijós 2. april 1967. Þess verður að geta að leikrit það sem fœr á baukinn hjá bréfritaranum heitir á jrum- málinu Die Verjolgung und Ermordung Jean Paul Marats dargestellt durch die Schauspielgruppe des Hospizes zu Charen- ton unter Anleitung des Herrn de Sade, og er ejtir Peter Weiss. Síðara verkið sem dœrnt er þarf varla að kynna, en ástœða er til að jagna því hversu ritdómaranum tekst lipurlega að endurreisa heiður Hœstarétt- ar sem var nokkuð hœtt kominn. Þegar menn lesa lof leikdómara um aðra eins martröð og Þjóðleikhúsið sýnir nú og á að vera um nær 200 ára gamla franska geðsjúklinga, þá fyllast þeir efasemdum um hvert mark megi á gagnrýninni taka. Smekkurinn er misjafn og að sjálfsögðu mega leikdómarar hafa sínar kenjar eins og áhorfendur sínar ... Gaman er að lesa Islendingaspjall Hall- dórs Laxness. Þar kennir ýmissa grasa, skarpskyggni og speki annars vegar og furðulegs barnaskapar hins vegar. Margar lýsingar hans á íslenzkum bókmenntum fornum og nýjum og þjóðháttum eru með ágætum. Svo er t. d. með gagnrýni hans á ættfræði Landnámu og frægðarsögum af utanferðum Islendinga til forna. Þarf raun- ar ekki þeirrar skýringar, að margt af þeim sögum séu af mönnum, sem teknir hafa verið sem skrýtnir karlar af erlendum höfðingjum, því að flestar eru þær ber- sýnilega tilbúningur. Stundum hefur Hall- dór verið gagnrýndur fyrir það að kunna ekki að meta íslenzka sveitamenningu. ís- lendingaspjall sýnir, að fáir meta þá menn- ingu meira, m.a.s. stundum svo, að liætt er við að hólið hafi öfug áhrif á erlenda lesendur. Vafalaust þykir íslenzkum bænd- um gott að heyra, að erlendum stúdentum við Háskóla íslands sé ráðlagt að fara upp í sveit til að nema rétt íslenzkt mál. En við erlenda háskóla hefur það lengi tíðkazt að vísa stúdentum í furðulegasta félags- skap til að æfa tungutak sitt og lætur þetta spjall Halldórs Laxness ekki vel í eyrum þeirra, sem slíkt hafa heyrt. Skáldið mun hljóta samúð margra þegar hann lýsir andúð sinni á þýzkri heimspeki, en andúð hans á Þjóðverjum fer úr hófi þegar hann segir: „Tilhlaup þýðir að hlaupa til áður en stokkið er; að hlaupa til segir ekkert um það hvort maður hafi stokkið. Jafnvel Goethe varð ekki nema þýzkt tilhlaup — —Það eru fleiri en Þjóðverjar einir, sem telja Goethe hafa verið einn mesta skáldsnilling allra alda, og verður hann ekki afgreiddur með neinurn sleggjudómi. Sennilega mun íslendingaspjall þykja merkilegast vegna þeirrar innsýnar, sem það veitir f hugarheima hins mikla skálds. Þar fæst t. d. skýring á því af hverju Hall- dór hefur lagt niður nafnið Kiljan. Á síðu 96 segir: „Bóndi í Svarfaðardal hældist þó um við menn að hann hefði ekki látið hús sitt opið fyrir „Kiljan" — en það nafn festist einkum við mig hjá öllum sem ekki þekktu mig en höfðu á mér illan bifur.“ Þá hellir skáldið úr skálum reiði sinnar yfir tvo dómara, og segir annan hafa dæmt skáldið í tukthús fyrir að nota ranga staf- setningu á bókum, sem hann gaf út og tekur fram, að þessum dómi hafi síðan ver- ið hrundið fyrir Hæstarétti. Rétt er það að Halldór var sýknaður fyrir Hæstarétti og var þar þó ágreiningur um það, hvort svo skyldi gert. En í héraði var hann ekki 413
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.